is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23736

Titill: 
 • Þjónandi forysta og starfsánægja : rannsókn á íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum
 • Titill er á ensku Servant Leadership and Job Satisfaction : A Study on Icelandic Innovative Companies
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Krafa samtímans hefur veið að stjórnunarhættir fyrirtækja lagi sig að gömlum og hefðbundnum gildum þar sem heiðarleiki traust og heilindi eru höfð í fyrirrúmi. Að sama skapi hefur nýsköpun verið mikið til umræðu síðustu misseri og oftar en ekki bent á nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem mótvægi við hinar hefðbundnu stoðir í íslensku efnahagslífi. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að jákvæð tengsl eru á milli þjónandi forystu og starfsánægju. Tilgangur þessarar ritgerðar var að leggja mat á vægi þjónandi forystu innan íslenskra nýsköpunarfyrirtækja og kanna hversu ánægðir starfsmenn þeirra væru í starfi. Einnig var rannsakað hvort tengsl væru annars vegar á milli þjónandi forystu og starfsánægju og hins vegar á milli þjónandi forystu og bakgrunns starfsmanna. Spurningakönnun var lögð fyrir starfsmenn fjölbreyttra nýsköpunarfyrirtækja og alls svöruðu 107 manns. Mat var lagt á þjónandi forysta var með mælitækinu Servant Leadership Survey sem byggist á 30 atriða spurningalista og mælir einnig undirþætti þjónandi forystu.
  Niðurstöður benda til þess að vægi þjónandi forystu í íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sé talsvert eða 4,3 á kvarða frá einum og upp í sex. Starfsánægja var einnig mikil en rúmleg 80% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir í starfi. Þá sýna niðurstöður einnig að mikil marktæk fylgni er á milli heildarmælingar þjónandi forystu og starfsánægju auk þess sem marktæk fylgni er milli sjö af átta undirþáttum þjónanadi forystu og starfsánægju. Niðurstöður gefa til kynna að þjónandi forysta hafi jákvæð áhrif á starfsánægju og ástæða sé til þess að auka vægi hennar hjá íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum.

 • Contemporary view on leadership is the management should be increasingly based on classic values like honesty, trust and integrity. At the same time innovation has been named as a new pillar in the Icelandic economy. Previous studies have shown that there is a correlation between servant leadership and job satisfaction. The aim of this paper is to measure servant leadership and the level of job satisfaction in Icelandic innovative companies. The correlation between servant leadership and job satisfaction is also estimated as well as the relationship between servant leadership and the background of the sample. A sample based of 107 employees of diverse innovative companies completed a questionnaire. Servant leadership was measured using the Servant Leadership Survey which is based on 30 questions or statements
  Results indicate the level of servant leadership in Icelandic innovative companies is significant or 4,3 on a scale from one to six. Job satisfaction was also high but over 80% of respondents were satisfied or very satisfied with their jobs. Results also indicate that there is a significant correlation between servant leadership and job satisfaction as well as between most servant leadership sub factors and job satisfaction. Results indicate that by increasing servant leadership in their management innovative companies can increase job satisfaction of it´s employees.

Samþykkt: 
 • 10.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23736


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SteinarOrnStefansson_MS_lokaverk.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Verkefnið má afrita í einu eintaki til einkanota án sérstaks leyfis höfundar.