is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > Med/MPM/MSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23749

Titill: 
 • Titill er á ensku Is there value in risk management ?
 • Er verðmæti í áhættustýringu ?
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er leitast við að svara þeirri spurningu hvort verðmæti sé fólgið í áhættustýringu. Þ.e. hvort fyrirtæki sé verðmætara ef það nýtir sér aðferðir áhættustýringar eða ekki. Áhættustýringu mætti lýsa sem aðferðum til að koma áhættu vegna ákveðinna þátta inn fyrir skilgreind skekkjumörk. Þ.e. stýra áhættu þannig að hún stefni ekki settum markmiðum fyrirtækisins í hættu. Það hver markmiðin eru getur svo verið mismunandi eftir fyrirtækjum. Það hversu fjárhagslega sterk fyrirtæki eru getur haft veruleg áhrif á það hvaða áhætta þykir innan marka. Fjárhagslega sterkt fyrirtæki getur t.d. verið með það sem markmið að hámarka hagnað til lengri tíma óháð skammtíma sveiflum á markaði. Fjárhagslega veikt fyrirtæki myndi frekar reyna að forðast miklar sveiflur í fjársteymi. Miklar sveiflur í fjársteymi gætu haft mjög alvarlegar afleiðingar og jafnvel komið fyrirtækinu í greiðsluþrot. Dæmigert markmið fyrirtækis gæti verið að lágmarka sveiflur í fjárstreymi og lágmarka rekstraráhættu.
  Það er val hvers fyrirtækis hvers konar nálgun við áhættustýringu er beitt. Algengast er að fyrirtæki velji sér áhættufælna nálgun. Áhættufælin nálgun felur í sér að leitast er við að halda sveiflum í lágmarki. Einn af kostum þess að hafa litlar sveiflur í rektri er að hægt er að ráðast í arðbær verkefni sem verða á vegi fyrirtækisins annað slagið. Sé staða fyrirtækis slæm á því augnabliki sem gott verkefni birtist er hætt við að ekki verði ráðist í verkefnið.
  Vinna við áhættustýringu felst í að greina hvar helstu áhættuþættir liggja. Áhættuþáttum er svo raðað í forgangsröð eftir vægi, fyrir hvern áhættuþátt er svo valið hvaða aðferð hentar best til að lágmarka áhættu þess þáttar.
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru að það er mjög mismunandi eftir því um hverskonar aðila er um að ræða hvort hægt er að fullyrða um það hvort verðmæti sé í áhættustýringu eða ekki. Ef um er að ræða banka þá er það beinlínis krafa frjármálaeftirlits að virk áhættustýring sé til staðar. Banki myndi missa starfsleyfi sitt ef áhættustýringu innan bankans væri ekki sinnt. Þar er því augljóst að verðmæti er í áhættustýringu, spurningin breytist þá frekar í „hversu mikla áhættustýringu borgar sig að hafa“. Ef um lítið fyrirtæki er að ræða þar sem ekki eru gerðar neinar beinar kröfur um áhættustýringu þá er þetta meira vafaatriði. Fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga ætti þó í felstum tilfellum að vera hægt að benda á eitthvað sem borgar sig að hugsa um og verja sig fyrir. Áhættustýring er oft svo eðlilegur þáttur að við tökum ekki eftir henni. Stundum framkvæmir fólk hluti til að stýra áhættu án þess að gera sér grein fyrir því að um áhættustýringu sé að ræða.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis works through examples of finding value in risk management. The value is assessed by determining measurable gains on investment in risk management within a company. Risk management can be described as being a method to keep certain risk factors measurable within predefined limits. It is important to control risk so that the risk does not set the goals of the company in danger. All companies have different goals. Therefore it is important for each company to assess their path to effective risk management. The financial strength of firms affects the evaluation of risk, what is considered to be acceptable risk and what is unacceptable. Financially strong companies could have the goal to maximize profit in the long run, independent from minor short term fluctuation. While smaller and possibly financially weak companies might want to use risk management to avoid volatility e.g. in cash flow. Goal for a financially weak company could be to minimize volatility in cash flow and to minimize operational risk.
  The board of the company should define the attitude towards risk. Most companies favour avoiding risk with effective risk management methods. This approach means that an effort is made to minimize volatility within some specific parameters e.g. cash flow. One of the benefits of having low volatility is that business opportunities appear stochastically, if a good business opportunity arrives at a bad time for the company then it is likely to be ignored.
  Work in risk management involves analysing and evaluating risk factors. The analysis begins with addressing the risk factors which are most important to a company’s growth and stability. Each risk that is found to be volatile to growth and stability must be addressed first. Each risk must be accounted for, within predefined limits, to ensure stable business growth.
  The conclusion of this thesis emphasizes the importance for a company to find its own value in risk management. Larger companies such as banks have a requirement to establish risk management to a certain level governed by local authorities. If that requirement is not met then the banks operating license can be removed by local governing authorities. It is wiser for a bank to find more cost effective ways to address risk management. Smaller companies must address the same issues in risk management, but at lower levels. In many cases risk management is so natural that we hardly notice it.

Samþykkt: 
 • 11.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23749


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IsValueInRiskMan.pdf1.69 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna