en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2374

Title: 
  • Title is in Icelandic Könnun á digoxínmeðferð á Landspítala og á þekkingu sjúklinga um meðferðina
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Digoxín er hjartalyf notað við gáttatifi og hjartabilun. Digoxín er með mjög þröngan meðferðarglugga og skömmtun þess vandmeðfarin. Helst eru það eldri einstaklingar sem eru á digoxínmeðferð, margir hverjir á mörgum lyfjum. Digoxín milliverkar við mörg lyf, því er sérstaklega mikilvægt að vel sé staðið að digoxínmeðferð.
    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig digoxínmeðferð er háttað hjá sjúklingum á Landspítalanum og hvort reiknilíkön geti hjálpað við daglega skömmtun þess. Jafnframt að kanna þekkingu sjúklinga á digoxíni og digoxínmeðferð sinni.
    Aðferðir: Ávísaðir skammtar einstaklinga voru bornir saman við útreiknaða skammta skv. tveimur lyfhvarfafræðilegum formúlum. Samsvörun þar á milli var metin og reynt að ákvarða hvort hægt væri að nota tiltekna formúlu við ákvörðun lyfjaskammta digoxíns. Einnig voru milliverkanir skráðar. Þrjár reiknijöfnur til að meta nýrnastarfsemi voru bornar saman. Til að kanna þekkingu sjúklinga á digoxíni var tekið viðtal við alla þátttakendur og lagður fyrir þá spurningalisti.
    Niðurstöður: Formúla 1 leggur til skammtalækkun við 70 ára aldur. Kannað var hvort 50% lækkun gæti átt við alla aldurshópa. Miðað við að vænt blóðgildi einstaklinga sé 1,8 nmól/l beindi formúla 1, þrettán einstaklingum frá því. Við útreikning á samsvörun voru 92,7% einstaklinga innan staðalfrávika. Formúla 2 sýndi háa skammta og var útilokuð. Í rannsókninni voru 15 einstaklingar á lyfi með klínískt mikilvæga milliverkun við digoxín. Samanburður nýrnajafna sýndi ekki afgerandi mun. Svörun spurningalista sýndi að þekking sjúklinga á digoxíni er lítil.
    Ályktun: Útreikningar á samsvörun bendir til að vert er að skoða formúlu 1 nánar og hugsanlega hægt að nota hana við ákvörðun skammtastærðar digoxíns. Þekking sjúklinga á digoxíni er lítil en hugsanlega myndi aukin fræðsla til sjúklinga skila betri árangri meðferðar. Til að leggja mat á árangur digoxínmeðferðar er þörf á stærra rannsóknarþýði, svo hægt sé að segja til með nokkurri vissu, hvaða þættir vega þungt, þegar ákvarðað er um örugga skömmtun sem skilar tilætluðum meðferðarárangri. Sérstaklega þarf að skoða betur milliverkanir milli digoxíns og annara lyfja.

Accepted: 
  • Apr 30, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2374


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LokaverkefniHOP_fixed.pdf2.18 MBLockedHeildartextiPDF