is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23753

Titill: 
  • Dagsferðir höfuðborgarbúa : hvernig stendur Akranes sem áfangastaður fyrir dagsferðir höfuðborgarbúa?
  • Titill er á ensku Daytrips of people from the Greater Reykjavík Area : Where does Akranes stand as a daytrip destination?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megintilgangur þessarar rannsóknar var að finna út hvort höfuðborgarbúar væru að fara í dagsferðir út fyrir höfuðborgarsvæðið og hverju þeir væru helst að leita eftir í dagsferðum. Sendur var út spurningalisti til höfuðborgarbúa á rafrænu formi á Facebook og voru þeir spurðir hvort þeir hefðu farið í dagsferð og þá á ákveðna áfangastaði og hverskonar afþreyingu þeir leituðu helst eftir. Einnig var haft samband við starfsmenn markaðsstofa þeirra þriggja landshluta sem næstir eru höfuðborgarsvæðinu með símtali og leyfi fengið til að senda þeim spurningalista. Þar var spurt hvað þeirra svæði hafi helst upp á að bjóða og hvaða veikleika og styrkleika tvö bæjarfélög á hverju svæði hefðu. Áfangastaðirnir sem um var spurt voru því sex og voru þeir greindir út frá spurningalistanum varðandi afþreyingu og svo bornir saman. Sérstaklega var horft á Akranes sem áfangastað og staða hans borin saman við stöðu hinna bæjarfélaganna varðandi þá þjónustu sem þar er að finna og í kjölfarið var meðal annars sett upp SVÓT greining á Akranesi sem ferðamannabæ. Í ljós kom að Akranes hefur upp á flest allt að bjóða sem þátttakendur leituðu helst eftir, því þarf að skoða hvað það er sem Akranes vantar til þess að fleiri vilji heimsækja bæjarfélagið. Þá var settur saman pistill um tillögur að úrbótum fyrir Akranes til að fá gesti frekar til sín.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23753


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurThorsteinsdottir_BS_Lokaverk.pdf6.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna