is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23755

Titill: 
  • Verður gjaldkeri framtíðarinnar farsími? Farsímabankaþjónsta einstaklinga á Íslandi skoðuð
  • Titill er á ensku Are mobilephones the banktellers of the future? A study of mobile banking in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með tækniframförum síðustu ára hefur hegðun hins almenna neytanda gjörbreyst. Fartölvur, snjallsímar og spjaldtölvur eru til á hverju heimili og með þeim hefur aðgengi að upplýsingum, verslunum og heiminum öllum í rauninni, orðið mun auðveldara. Neytandinn hefur aðgang að hvers kyns þjónustu allan sólarhringinn og þarf ekki að fara út úr húsi til að sinna hinum ýmsu erindum. Tilgangur þessa verkefnis er að sjá hver stefna bankanna er með farsímabankaþjónustu. Er hún eitthvað sem leggja á áherslu á í þjónustu bankanna í nánustu framtíð eða er þetta einungis viðbótarþjónusta sem bankarnir bjóða upp á í sambland við almenna bankaþjónustu í útibúum.
    Höfundur rannsóknarinnar hefur starfað sem fastráðinn- og sumarstarfsmaður hjá Íslandsbanka með hléum frá árinu 2004. Síðastliðið sumar starfaði hann sem sumarstarfsmaður í útibúi bankans á Akureyri. Þar tók hann þátt í átaki varðandi app Íslandsbanka þar sem lögð var áhersla á að kynna appið fyrir viðskiptavinum og aðstoða við uppsetningu á því ásamt kennslu fyrir viðskiptavini bankans. Það sem vakti áhuga höfundar var hvað allir viðskiptavinir bankans tóku vel í þessa þróun, og hvað margir viðskiptavinir höfðu nú þegar sótt appið og notað það.
    Helstu niðurstöður gefa til kynna að framtíð bankaviðskipta einstaklinga liggi í farsímabankaþjónustu og er þá aðallega átt við minni háttar afgreiðslur eins og að taka út pening, millifæra, greiða reikninga og þess háttar. Bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn, fylgjast náið með þróun mála erlendis og hafa þegar hafið vinnu við að hagræða og einfalda rekstur í framlínu bankanna. Leggja á áherslu á ráðgjöf til viðskiptavina varðandi stærri mál en beina minni afgreiðslum á sjálfsafgreiðslustöðvar, þar spila öpp og farsímabankar stór hlutverk. Þetta er verkefni sem bankarnir halda áfram að vinna að og eru enn lausnir sem þarf að finna varðandi ýmis mál áður en alfarið verður hægt að skipta yfir í þessa þjónustu. Niðurstaða höfundar er því sú að farsímabankaþjónusta sé framtíð bankaviðskipta einstaklinga á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23755


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SolveigHallsteinsdottir_BS_lokaverk.pdf1,26 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna