is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23756

Titill: 
  • Framtíð smásöluverslunar : hvaða áhrif mun tækniþróun hafa á framtíð smásöluverslunar á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar ritgerðar er að kanna hvaða áhrif tækniþróun mun hafa á framtíð smásöluverslunar hér á landi. Leitast er við að skoða hvaða þættir munu breytast á næstu árum í smásöluverslunum vegna tækniþróunar. Netverslun hefur aukist hér á landi sem og erlendis og virðist sem tækniþróun sé að breyta því hvernig neytandi hegðar sér í kaupum á vöru og þjónustu. Snjallsímar og smáforrit, ásamt netverslun og fleiru, hafa breytt því að fleiri leiðir eru mögulegar í dag til að versla við ákveðnar smásöluverslanir. Alverslun er sú verslun sem býður uppá allar mögulegar leiðir fyrir viðskiptavini til að eiga viðskipti við sig.
    Eigindlegum rannsóknaraðferðum var beitt í formi viðtala til að rannsaka hvernig smásöluverslun mun verða hér á landi í framtíðinni. Viðtöl voru tekin við einstaklinga í stjórnunarstöðum hjá smásöluverslunum sem teljast stórar hér á landi.
    Helstu niðurstöður voru þær að tækniþróun mun hafa nokkuð mikil áhrif á framtíð smásöluverslunar hér á landi. Netverslun mun halda áfram að aukast og netverslun í gegnum snjallsíma mun aukast samhliða henni. Smáforrit munu verða notuð í auknum mæli og einnig notkun samfélagsmiðla. Þar sem að netverslun mun veita hefðbundnum verslunum meiri samkeppni munu hefðbundnar verslanir leggja meiri áherslu á að gera upplifun í verslun jákvæðari. Verður það gert með því að bæta þjónustu og breyta útliti og uppröðun verslana.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23756


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemmuskil.pdf520.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna