is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23758

Titill: 
  • Íþróttamenn í landsliðsverkefnum : hver er staða íþróttafélaga gagnvart íþróttasérsamböndum vegna þátttöku leikmanna í landsliðsverkefnum?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í maí 2014 unnu þrjátíu þýsk handknattleiksfélög mál í Héraðsdóm Dortmund sem þau höfðuðu gegn þýska handknattleikssambandinu og Alþjóðahandknattleikssambandinu. Málið fjallaði um hvort það stæðist samkeppnislög að íþróttasamböndin gætu kallað til sín leikmenn í landsliðsverkefni án þess að leikmennirnir væru tryggðir eða íþróttafélögunum væru borgaðar bætur vegna þátttöku þeirra. Í ritgerðinni er farið yfir lög og reglurgerðir íþróttasérsambanda, samkeppnisreglur, horft á málið frá sjónarmiði íþróttafélaga annars vegar og íþróttasambanda hinsvegar. Auk þess verða skoðaðir dómar og kvartanir sem hafa borist á borð Evrópusambandsins varðandi álitaefnið.
    Sú niðurstaða er dregin af efni ritgerðarinnar að staða íþróttafélaga gagnvart íþróttasérsamböndum er að íþróttafélag geti ekki neitað íþróttasérsambandi um þjónustu leikmanns í landsliðsverkefni, svo lengi sem landsliðsverkefnið er viðurkennt af alþjóðaíþróttasérsamböndunum. Íþróttafélögunum ættu þó að vera greiddar bætur og leikmenn þeirra tryggðir svo að jafnræðis sé gætt. Í dag eru þessar bætur ekki nægjanlega háar að mati höfundar til þess að réttlæta að íþróttafélög séu skyldug til að senda leikmenn sína í landsliðsverkefni. Höfundur telur að núverandi reglur og lög varðandi landsliðsverkefni stangist á við evrópsk samkeppnislög. Þessum lögum íþróttasambandanna verður að breyta til að jafna hlut íþróttafélaganna en mikilvægi stórmóta í íþróttagreinum er of mikið bæði fjárhagslega og félagslega til þess að hægt sé að leggja þau niður.

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23758


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TraustiEiriksson_BS_Lokaverk.pdf866.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna