Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/2375
Sjúkdómurinn psoriasis á sér langa sögu og hefur verið þekktur allt frá upphafi nútíma læknavísinda. Hann lýsir sér sem krónískur, ónæmistengdur húðsjúkdómur og hrjáir um 2-3% íbúa heimsins. Enn sem komið er hefur ekki tekist að finna hentuga og áhrifaríka lyfjameðferð við sjúkdómnum, en aukinn skilningur á sjúkdómsmyndinni hefur fært rannsakendur skrefi nær því takmarki. Sett hefur verið fram ný kenning sem skilur sig nokkuð frá fyrri kenningum um orsakir psoriasis. Megin inntak hennar er að oftjáning á taugapeptíðinu calcitonin gene-related peptide (CGRP) komi af stað hraðri og óreglulegri frumuskiptingu í húðinni og valdi með því móti sjúkdómseinkennunum. Hugmyndir hafa því vaknað um notkun á antagónista peptíðsins, calcitonin gene-related peptide 8-37, sem hugsanlegt meðferðarúrræði. Í þessari rannsókn var stöðugleiki peptíðsins CGRP 8-37 kannaður sem og frásog peptíðsins yfir húð úr mismunandi lyfjaformum.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hægt sé að auka stöðugleika peptíðsins mikið með vali á ákjósanlegum stuðpúða, hjálparleysum eða hjálparefnum. Frásog yfir húð var best þegar peptíðið var leyst upp í blöndu af ethanóli og vatni. Mismunandi gerðir af lípósómum voru einnig prófuð með tilliti til stöðugleika og frásogs peptíðsins. Slík lyfjaform reyndust ekki vera eins áhrifarík og vatns-ethanól lausn. Með þessari rannsókn er eitt skref tekið í áttina að nýju og hentugu lyfi við psoriasis.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Meistararitgerd_fixed.pdf | 4,74 MB | Locked | Heildartexti |