is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23761

Titill: 
 • Ólík viðhorf sveitarstjórnarfulltrúa til setu í sveitarstjórn eftir kyni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Komið hefur fram í umræðu um jafnrétti að auka þurfi hlutfall kvenna í stjórnum og stjórnmálum og það á ekki síður við í sveitarstjórnum. Tilgangur þessa verkefnis var rannsaka hvort fram kæmi munur á viðhorfi kynjanna til setu í sveitarstjórnum. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna:
  Er munur á viðhorfi sveitarstjórnarfulltrúa til setu í sveitarstjórn eftir kyni?
  Ef svo er, hver er hann og hvers vegna?
  Leitast var við að kanna hug, viðhorf og ástæðu þess að fólk gaf kost á sér til setu í sveitarstjórnum, svo og viðhorfi til starfsins almennt. Til þess að fá svör við þessum vangaveltum var spurningakönnun send á núverandi sveitarstjórnarfulltrúa.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að greinilegur munur var á viðhorfi kynjanna. Töluvert fleiri konur en karlar voru sammála eftirfarandi fullyrðingum:
  • „Mér finnst skipta máli að kynin komi nokkuð jafnt að ákvarðanatöku í sveitarfélaginu“
  • „Mér finnst skipta máli að hlufall kynjanna í sveitarstjórn sé nokkuð jafnt“
  Túlka má niðurstöðurnar sem svo að þessi atriði skipti konur mun meira máli en karla vegna þess hve mikil barátta er að baki þeim árangri sem þó hefur náðst. Baráttan snerist í upphafi um aukna hlutdeild kvenna í stjórnmálum en hefur nú þróast í það að vilja jafna hlutdeild karla og kvenna í stjórnmálum og þar af leiðandi aukið jafnrétti í mikilvægri ákvarðanatöku sem leiðir til hagsbóta fyrir samfélagið allt.
  Lykilorð: Sveitarstjórnarfulltrúar – Viðhorf – Spurningakönnun – Jafnrétti – Karlar – Konur

 • Útdráttur er á ensku

  The debate about gender equality has demonstrated the importance of increasing the participation of women on corporate boards and in politics. This also applies to local authorities at the municipal level. The purpose of this study is to investigate whether there are differences in attitudes between the sexes. The research question was:
  Is there a difference in the attitudes of local representatives towards sitting in local government?
  If so, what is the difference and why does it appear?
  Efforts were made to explore the mindset, attitude and the reasons people gave for why they were running for seats in local councils, as well as attitudes towards work in general. A questionary was sent to current local representatives in municipalities around Iceland.
  The results revealed distinct differences in attitudes between the sexes. Considerably more women than men agreed with the following statements.
  • „I feel that it’s important that men and women take equal part in making policy decisions in the municipality„
  • „I feel that it is important that the proportion of men and women in local government is balanced„
  The results indicate that these aspects are much more important to women than to men because of the great difficulties women have overcome to succeed. The movement that began as a fight to increase the proportion of women in politics has now evolved into a fight for equal participation of men and women, which would be much to the benefit of society as a whole.
  Keyword: Local representatives - Attitude - Questionary – Equality – Men - Women

Samþykkt: 
 • 12.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23761


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IrisAlfredsdottir_BA_lokaverkefni.pdf1.79 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna