is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Meistaraverkefni í lagadeild (MA/ML) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23762

Titill: 
 • Hvert er sönnunargildi ákvarðana Samkeppniseftirlitsins við mat á saknæmri háttsemi í skaðabótamálum vegna samkeppnislagabrota?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkeppnislög nr. 44/2005 hafa að geyma almennar leikreglur hins íslenska markaðar og samkeppnisyfirvöldum er falið að hafa eftirlit með því að þeim sé fylgt.
  Almennt virðast ákvarðanir samkeppnisyfirvalda, sem á undan hefur gengið, teljast næganleg til sönnunar á sök, þegar tjónþoli höfðar einkamál til heimtingu skaðabóta vegna samkeppnislagabrots. Það er þó af þeirri ástæðu að í þeim málum sem hafa farið fyrir íslenska dómstóla hefur játning ávallt legið fyrir á brotinu og hefur ekki reynt á mál þar sem aðili neitar sök. Ákvörðun SE er ekki talin geta staðið ein og sér sem sönnun á saknæmri háttsemi þegar aðili neitar sök og þurfi því að koma til frekari sönnun af hálfu tjónþola, en það myndi óneitanlega gera tjónþolum erfitt fyrir.
  Evrópudómstóll hefur staðfest að allir einstaklingar eða fyrirtæki aðildarríkjanna eiga rétt á fullum bótum vegna tjóns sem þeim hefur verið valdið vegna brots gegn reglum ESB um samkeppnishamlandi háttsemi. Hins vegar eru margir tjónþolar, sem fá sjaldan bætur í reynd. Af þeirri ástæðu lagði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fram tillögu að tilskipun nr. 2014/104/EU um þetta efni sem samþykkt var sem lög 26. nóvember 2014.
  Í tillögunni fólst að fjarlægja ætti allar helstu hindranir sem standa í vegi fyrir skilvirkum bótum og að tryggja skuli lágmarks vernd borgara og fyrirtækja, alls staðar innan ESB. Í tilskipuninni er m.a. ákvæði sem fjallar um sönnunargildi ákvarðana samkeppnisyfirvalda. Í ákvæðinu segir að loka niðurstaða innlendra samkeppnisyfirvalda skuli fela í sér fullgilda sönnun að brotið hafi átt sér stað og að aðili hafi því sýnt af sér saknæma háttsemi. Þetta ákvæði tilskipunarinnar felur því í sér að mun auðveldara yrði fyrir tjónþola að sækja bætur eftir að samkeppnisyfirvöld hefðu rannsakað málið og komist að niðurstöðu.

Samþykkt: 
 • 12.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23762


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-Skemmuskil-RakelMJ.pdf20.29 MBLokaður til...20.06.2025HeildartextiPDF

Athugsemd: Verkefnið er lokað tímabundið vegna viðkvæms efnis. Óheimilt er að afrita verkefnið að hluta eða í heild án leyfis höfundar hverju sinni.