is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23763

Titill: 
  • Takmörkuð skattskylda erlendra listamanna á Íslandi
  • Titill er á ensku Limited taxation on the income that foreign stage artists make in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir skattskyldunni og hvernig hún snýr gagnvart erlendum listamönnum sem hingað koma öðrum til skemmtunar í atvinnuskyni. Hér er átt við sviðslistamenn eða svokallaða framkomulistamenn líkt og tónlistarfólk, leikara, söngvara og svo framvegis. Reglum tekjuskattslaga eru gerðar skil og ítarleg umfjöllun um hver uppruni 17. gr. samningsviðmiða OECD er og hvernig sú grein snýr að listamönnum sem eiga heimilisfesti í einu ríki en bera skattskyldu í upprunalandi tekna, sem er í þessu tilviki Ísland. Almennur misskilningur virðist sveima um meðal listamanna og fyrirsvarsmanna þeirra að það að greiða skatt hér á landi sé val en svo er ekki líkt og gerð er grein fyrir, sbr. 3. gr. tekjuskattslaga sem kveður á um þá takmörkuðu skattskyldu sem erlendir listamenn bera. Dæmi eru tekin til skýringar á ákvæðum 70. gr. tekjuskattslaga og hvernig reiknað er út tekjuskattstofn leikara, tónlistarmanna með fyrirfram ákveðin laun eða listamanna sem fram koma og fá hlutfall af innkomutekjum viðburðar, hvort um einstakling sé að ræða eða lögaðila. Leiddur er fram skattstofn og hverjar skattgreiðslur listamanna skulu vera miðað við gefnar forsendur en mismunandi skatthlutföll gilda fyrir framangreinda, sbr. 70. gr. Farið er í hverjir eru ábyrgir fyrir að halda eftir hlutfalli af launum og skila skattgreiðslum erlendra listamanna. Að lokum er gerð grein fyrir þeim álitaefnum sem kunna að koma upp við skil á skatti af tekjum erlendra listamanna hér á landi. Samantekt ritgerðarinnar er sú að takmörkuð skylda erlendra listamanna sem hingað koma öðrum til skemmtunar í atvinnuskyni, til að skila tekjuskatti hér á landi er ótvíræð skv. 3. gr. tekjuskattslaga. Þá er gert grein fyrir því skatthlutfalli sem miða skal við þegar reiknaður er skattstofn. Tvísköttunarsamningar hafa þá takmarkað gildi fyrir erlenda listamenn en eru þó gildir. Þeim vafa að skylda til greiðslu skatta hér á landi af tekjum sem aflað er hér á landi er ýtt út af borðinu eftir lestur þessarar ritgerðar. En þó eru reglurnar ekki nægjanlega skýrar og oft myndast vafi og misskilningur sem væri hægt að útrýma endanlega ef ríkisskattstjóri myndi til dæmis gefa frá sér bækling á ensku þar sem gerð er grein fyrir hverjar reglurnar eru og hvernig þær virka í framkvæmd. Þá mætti einnig skapa meiri hvata fyrir erlenda listamenn til að skila skatti hér á landi meðal annars í formi ívilnana í kjölfar skilum á skatti. 

Samþykkt: 
  • 12.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23763


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir_Takmörkuð skattskylda erlendra listamanna._Bsverkefni.pdf1.81 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Hafa má samband við höfund fyrir 2017 ef óskað er eftir aðgangi.