Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23766
Tilgangur þessarar rannsóknar er að kanna hvernig innleiðing straumlínustjórnunar hefur gengið fyrir sig hjá Nóa Síríusi h.f. Rannsakað er hvort árangur hafi náðst í þremur þáttum sem voru meðal þess sem horft var til að væri hægt að bæta með aðferðum straumlínustjórnunar þegar ákveðið var að hefja innleiðinguna árið 2010. Þessir þættir eru: vörugæði, starfsánægja og flæði. Rannsóknin er tilviksrannsókn sem framkvæmd var með eigindlegum rannsóknaraðferðum í formi viðtala við bæði stjórnendur og almenna starfsmenn hjá fyrirtækinu. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að marktæk breyting hefur orðið á tveimur þáttum, starfsánægju og flæði en rannsóknin leiðir hins vegar ekki ljós að vörugæði hafi aukist eftir að fyrirtækið hóf innleiðingu straumlínustjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar benda einnig til þess að helstu hindranir í veginum á innleiðingu straumlínustjórnunar hjá Nóa Síríusi hafa einkum snúið að eftirfarandi þáttum:
• Þjálfun og þekkingu starfsfólks.
• Skuldbindingu allra stjórnenda við innleiðinguna og þekkingu þeirra á aðferðafræði straumlínustjórnunar.
• Upplýsingaflæði innan fyrirtækisins.
Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar geti að einhverju leyti gagnast íslenskum framleiðslufyrirtækjum sem eru að innleiða straumlínustjórnun í starfsemi sína eða hyggjast gera það í framtíðinni. Niðurstöðurnar geta hugsanlega einnig nýst annars konar fyrirtækjum og stofnunum þar sem ýmsir þættir sem fram koma í niðurstöðunum geta átt við varðandi innleiðingu straumlínustjórnunar hjá hvers kyns skipulagsheildum.
Lykilorð: Straumlínustjórnun, framleiðslufyrirtæki, vörugæði, flæði, starfsánægja.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MagnusBollason_MS_lokaverk.pdf | 1.9 MB | Lokaður til...01.01.2025 | Heildartexti |
Athugsemd: Ritgerðin er lokuð til ársins 2025 að ósk höfundar, að þeim tíma liðnum er óheimilt að afrita verkið að hluta eða í heild án leyfis höfundar.