is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23775

Titill: 
  • Áfengisröskun og svefntruflanir. Eru áhrifarík svefninngrip einn af lykilþáttum í bataferli alkóhólismans?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Algengt er að einstaklingar sem fara í meðferð vegna áfengisröskunar þjáist af miklum svefntruflunum. Rannsóknir hafa leitt í ljós að um 36-72% þeirra sem fara í meðferð glími við svefntruflanir. Það getur tekið dágóðan tíma fyrir svefninn að komast í eðlilegt horf eftir að bindindi er náð en mikilvægt er að hlúa að svefninum þar sem að fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að svefnvandamál geti aukið líkur á bakslagi. Markmið þessarar samantektar er að athuga hverskonar inngrip henta við svefnvandamálum hjá einstaklingum með áfengisröskun og hvort að rannsóknir til þessa hafi sýnt fram á að áhrifarík svefninngrip skili sér í auknum líkum á bindindi. Niðurstöður af þeim tólf greinum sem voru teknar til skoðunar sýndu að megnið af þeim inngripum sem eru almennt í boði við svefnvandamálum eru áhrifaríkar hjá þeim sem glíma við áfengisröskun, bæði lyfja- og sálfræðimeðferðir. Hugræn atferlismeðferð bætir svefn umtalsvert ásamt því að lyfjainngrip með gabapentin, acamprosate og trazodone eru öll áhrifarík í að bæta svefngæði hjá einstaklingum með áfengisröskun. Varðandi seinni rannsóknarspurninguna þá hafa rannsóknir ekki sýnt með sannfærandi hætti að ágóðinn af svefninngripinu skili sér í bættum líkum á bindindi. Tvær rannsóknir sýndu fram betri árangur varðandi bakslag og notuðust þær báðar við gabapentin lyfjainngrip, aðeins önnur þeirra sýndi fram á bættan svefn samhliða bættum árangri í bindindi. Af rannsóknum síðustu ára má greinilega sjá að tengsl eru á milli svefntruflana og áfengisröskunar og að svefntruflanirnar hafi neikvæð áhrif á bataferli alkóhólista. Þörf er á frekari rannsóknum á svefninngripum hjá alkólistum og áhrifum þeirra á bataferli.

Samþykkt: 
  • 14.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23775


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Lokaskjal.pdf528.63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Baldvin_Atli.pdf407.11 kBLokaðurYfirlýsingPDF