Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2378
Doxýcýklín hefur á síðari árum vakið athygli sem hemill gegn fjölskyldu sínkháðra ensíma sem kallast matrix metallóprótínasar (MMP). Nokkur þessara ensíma eru aðal sökudólgarnir í tannholdsbólgum og tannslíðursbólgum. Smáskammta doxýcýklín í töfluformi hefur verið samþykkt sem viðbótarmeðferð við tannslíðursbólgum en hönnun lyfjaforma til staðbundinnar gjafar í munnhol getur mögulega komist hjá almennum auka- og eiturverkunum. Munnholið er þakið slími sem gerir notkun slímhimnuviðloðandi fjölliða ákjósanlega. Með því að míkróhúða doxýcýklín með slíkum fjölliðum er hugsanlega hægt að auka viðverutíma lyfsins í munnholi og hámarka þannig virkni þess. Stærsti ókostur doxýcýklíns er hins vegar lítill stöðugleiki og er það meðal annars viðkvæmt fyrir hita, raka og ljósi. Því gæti míkróhúðun slegið tvær flugur í einu höggi, það er, fengið fram slímhimnuviðloðun og í leiðinni varið doxýcýklín fyrir niðurbroti.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Ingvarsson_fixed.pdf | 5.97 MB | Lokaður | Heildartexti |