is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23780

Titill: 
 • Eldri íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum : athafnir, þátttaka og viðhorf til þjónustu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur. Hækkandi aldur Íslendinga og vaxandi kröfur um að aldraðir eyði ævikvöldinu heima gefa tilefni til rannsókna á högum eldri borgara. Á sunnanverðum Vestfjörðum (Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur) var hlutfall einstaklinga 65 ára og eldri 13,6% árið 2013. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á færni, aðstæðum og viðhorfum eldri borgara sem búa í heimahúsum á þessu svæði.
  Tilgangur. Markmið verkefnisins var að rannsaka athafnir, þátttöku og aðstæður eldri borgara sem búa heima á sunnanverðum Vestfjörðum og að kanna viðhorf þeirra til heimaþjónustu , félagsstarfs og almennrar aðstöðu fyrir aldraða á svæðinu.
  Aðferð. Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og rannsóknarsvæðið sunnanverður Vestfjarðakjálkinn. Leitað var eftir þátttöku alla íbúa á svæðinu sem höfðu náð 65 ára aldri og bjuggu heima (þátttökuhlutfall = 80,1%). Þátttakendur voru 68 konur og 61 karl á aldrinum 65-91 árs. Gögnum var safnað í viðtalsformi með staðlaða matstækinu „Efri árin, mat á færni og fötlun“ (MFF) þar sem þátttakendur meta athafnir sínar og þátttöku. Einnig var safnað upplýsingum um heilsu, aðstæður og viðhorf þátttakenda til heimaþjónustu og félagsstarfs. Niðurstöður voru bornar saman eftir kyni, aldurshópum (65-74 ára og 75-91 árs) og búsetusvæðum (þéttbýli og dreifbýli). Marktektarmörk voru sett við p < 0,05.
  Niðurstöður. Í heildina mátu karlar færni sína við athafnir meiri (M = 73,3) en konur (M = 64,7) og hið sama gilti um yngri aldurshópinn (M = 73,5) miðað við þann eldri (M = 61,7). Tíðni þátttöku var hærri hjá konum (M = 51,9) en körlum (M = 49,2) og hærri hjá yngri aldurshópi (M = 52,0) en þeim eldri (M = 49,3). Yngri aldurshópurinn upplifði einnig meiri möguleika á þátttöku (M = 78,9) en sá eldri (M = 68,8) og þátttakendur í þéttbýli mátu möguleika sína á þátttöku meiri (M = 74,9) en þeir sem bjuggu í dreifbýli (M = 68,1). Meiri hluti þátttakenda hafði jákvætt viðhorf til heimaþjónustu á svæðinu, en dreifingin var ólík milli kynja. Aðeins um fjórðungur þátttakenda fékk heimaþjónustu af einhverju tagi. Viðhorf til félagsstarfs var jákvætt og meirihlutinn var ánægður með almenna aðstöðu fyrir aldraða á svæðinu.
  Ályktanir. Niðurstöður gefa mikilvægar upplýsingar um færni, aðstæður og viðhorf eldri borgara á sunnanverðum Vestfjörðum. Þær geta nýst til að skipuleggja þjónustu við aldraða á svæðinu og virkað sem hvatning til sambærilegra rannsókna á öðrum landssvæðum
  Lykilorð. MFF, aldraðir, athafnir, þátttaka, viðhorf til öldrunarþjónustu.

 • Útdráttur er á ensku

  Background. Growing age of Icelanders and the increasing demand that older people stay in their own home as long as possible makes a strong argument for research on living conditions of this group. In southern Westfjords the percentage of people 65 years and older was 13.6 in the year 2013. No research has been done on functioning of older people in this area or their attitudes towards services for the community-dwelling elderly.
  Purpose. The purpose of this study was to investigate activities, participation and living conditions of older community-dwelling people in the southern Westfjords and their attitudes towards home services, recreational offers for the elderly in the area and age-friendliness of their community.
  Method. This was a descriptive cross-sectional study and the research area southern Westfjords. All community dwelling residents, 65 years or older, were invited to participate (participation rate = 80.1%). Participants were 68 women and 61 men in the age-range of 65-91 years. Data was collected on one-to-one basis using the Late Life Function and Disability instrument (LLFDI), a self-report assessment of activities and participation. Also information on health, contextual factors, and attitudes towards services was collected. Comparisons were made based on gender, age-groups (65-74 and 75-91), and residency (rural, urban). Statistical significance was set at p < 0.05.
  Results. Overall, men evaluated their functioning in daily activities higher (M = 73.3) than women (M = 64.7). Furthermore, participants in the younger age-group scored higher (M = 73.5) on activities than those in the older age-group (M = 61.7). Frequency of participation was higher for women (M = 51.9) than men (M = 49.2) and higher for the younger age-group (M = 52.0) than the older (M = 49.3). Participants in the younger age-group also experienced more possibilities for participation (M = 78.9) than those in the older age-group (M = 68.8). Moreover, participants living in urban areas experienced more participation possibilities (M = 74.9) than those in rural areas (M = 68.1). More than half of participants expressed positive attitudes towards home services for the elderly in the area, however the distribution was different between men and women. Only about one fourth of participants received some kind services in their own homes. Majority of participants were positive towards recreational offers in the area and saw their community as relatively age-friendly.
  Conclusion. The results provide a valuable information on functioning, life conditions, and attitudes of the elderly population in southern Westfjords that may be used for planning and management of community services in the area. Furthermore, the results may be an encouragement to perform similar research in other parts of Iceland.
  Key words. LLFDI, elderly, activities, participation, attitudes towards services

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað til 1.2.2017.
Samþykkt: 
 • 16.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23780


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Margrét Brynjólfsdóttir sjúkraþjálfari.pdf435.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna