Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23781
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er menntun nemenda af erlendum uppruna í
nýbúadeild grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, Sunnuskóla, þar sem lögð er
áhersla á hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og fjölmenningarlega
menntun. Meginmarkmið ritgerðarinnar er annars vegar að kanna
kennsluaðferðir og nálgun skólans gagnvart kennslu nemenda af erlendum
uppruna og hins vegar hvernig kennarar, foreldrar og nemendur af erlendum uppruna upplifa kennslu og nám í íslensku sem öðru máli. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á þessu sviði, eru einnig skoðaðar út frá lögum um grunnskóla, aðalnámskrám og fræðilegum kenningum. Rannsókninni er ætlað að leita svara við eftirfarandi spurningu: Hvaða viðhorf kennara og aðferðir eru vænlegastar til árangurs í kennslu íslensku sem annars máls og hvernig er hægt að stuðla að virku tvítyngi nemenda af erlendum uppruna í íslensku samfélagi?
Viðtöl voru tekin í desember 2014 við tvo stjórnendur, sjö kennara, sjö
nemendur af erlendum uppruna og þrjá foreldra. Helstu niðurstöður
rannsóknarinnar eru að þátttakendur töldu að ekki væri tekið nægilegt mið af kennslu móðurmáls samhliða íslensku. Einnig kom fram að taka þyrfti meira tillit til menningarlegs bakgrunns nemenda til þess að geta veitt þeim betri stuðning, bæði heima fyrir og í skólanum. Þá kom í ljós að þátttakendur töldu að námsefni fyrir nemendur af erlendum uppruna, sem eru nýbyrjaðir að læra íslensku, væri ófullnægjandi.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að nauðsynlegt er að endurskoða
kennsluaðferðir með tilliti til þess að grunnskólinn á að endurspegla
fjölmenningarlegt nám með fjölbreyttum kennsluaðferðum í móðurmáli
samhliða íslensku. Kennsluefnið þarf að vera hvetjandi, vekja áhuga
nemenda af erlendum uppruna og virkja þá betur. Þeir sem tóku þátt í
rannsókninni töldu að nemendur fengju ekki nægjanlega þekkingu og þjálfun í íslensku.
The subject of this thesis is the education of students of foreign origin in the International Department of a compulsory school in the Greater Area of Reykjavík, which focuses on multicultural education and uses the ideology of an inclusive school. The aim of the study is twofold: to explore attitudes and teaching methods of teachers who teach Icelandic as a second foreign language to students of foreign origin, and to explore the experience of those teachers, students and their parents. In addition to this study, previous research conducted in this field is also studied from the point of view of the Compulsory Schools Act and the National Curriculum Guide and academic theory.
The study aims to answer the following question: What kind of approach
and methods are of good promise to succeed in teaching Icelandic as a
second language, and how can active bilingualism be promoted in Icelandic society?
Interviews were taken in November 2014 with two school administrators,
seven teachers, seven students of foreign origin, and three parents. The
principal findings of the study are as follows: The participants felt that not enough concentration was put on teaching of their native language alongside Icelandic; and more care should be taken towards familiarizing with the cultural background of the students in order to be able to support them both in school and at home. It also appears that the teaching material is insufficient for students of foreign origin who are beginners in Icelandic.
The study also shows that it is necessary to review teaching methods with regard to the fact that the compulsory school is supposed to offer
multicultural education with diverse teaching methods in the native language of the students alongside Icelandic. Subsequently, teaching material should be stimulating, encourage the students to learning, and thus enable the students of foreign origin to make use of the learning. Participants of this research said that the students do not get sufficient knowledge and practice in Icelandic.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Lokalagfæring_Bopit_Kamjorn_2_02_2016 -(Torfhildur-HA).pdf | 1.33 MB | Open | Heildartexti | View/Open |