is Íslenska en English

Lokaverkefni (Doktors)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Doktorsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23795

Titill: 
 • Titill er á ensku Sustainability as an emerging curriculum area in Iceland : the development, validation and application of a sustainability education implementation questionnaire
 • Sjálfbærni - námssvið í mótun á Íslandi : þróun sjálfsmatstækis fyrir skóla
Námsstig: 
 • Doktors
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  This PhD-research examined aspects associated with sustainability education, which is one of six fundamental concerns of the 2011 national curriculum in Iceland. The general purpose of the study was twofold. First, it sought to gain an understanding of the constraints and contributors to the implementation of sustainability as an emerging curriculum area at compulsory school level in Iceland. Second, it endeavoured to develop an evaluation tool for teachers and school administrators to use collectively to identify their current situation and course of improvement for working with sustainability education.
  The study serves to meet the identified need for sources of information for schools to use in measuring collective teacher efficacy for sustainability education. In working with such information schools can map their current development and feasible next steps, including planning of continuous professional development and revision of the school curriculum.
  The research was carried out between 2009 and 2013 and used a mixed method approach involving two studies in a qualitative phase followed by two studies in a quantitative phase. In the qualitative phase, impacts on sustainability education implementation are identified through in-depth interviews with teachers and school leaders. In the quantitative phase, the Sustainability Education Implementation Questionnaire (SEIQ) is developed and then applied.
  The results suggest that teachers find the teaching task associated with sustainability education problematic, especially the challenge of developing action competence with students, a key anticipation of sustainability education. This outcome affirms that a new curriculum does not ensure changes at classroom-level because a curriculum that requires modifica-tions in teaching and support in teacher learning is not a straightforward process. Findings indicate that learning to work with a new curriculum, and especially sustainability education, requires teachers to assess and adjust their own practice and competence and understand that sustainability education calls for new teacher and student roles, with students taking actions, making decisions and working in integrated topic contexts. This suggests that if sustainability education imperatives are to be incorporated in the enacted curriculum in Icelandic schools, the complexity of the teaching task will require focused support for teachers and schools. By encouraging teachers to work together in schools or between schools to address new areas and by creating interactional spaces for educators to work together, access to information and meaning-making can be facilitated.
  These findings are relevant to the critical role played by school leaders and policy makers engaged in school improvement efforts, both in developing a new policy in the national curriculum and supporting the implementation of an emerging curriculum area such as sustainability. If sustainability education is to be a reality, policy makers must work with district and school leaders to cater for the complexity of the teaching task of sustainability education and teachers must be supported in developing their competence. For initial teacher education this means a clear emphasis on providing opportunities to put individual actions and their potential into perspective and focusing on what students are to be able to do as a result of their learning. Also, the findings suggest that a clearer synergy needs to exist between the curriculum and the national operational requirements; these being: conducting school self-evaluation, developing a school curriculum that responds to the national curriculum, and formulating a plan of continuous professional development.
  The development and current use of the SEIQ in Iceland shows promising signs of the utility of the instrument. Through ongoing dialogue with schools, indications are that the process schools are encouraged to go through in using the SEIQ is the very process they themselves are being asked to apply as educators in sustainability education implementation. The SEIQ does not provide solutions; instead it elicits parameters that can serve as constraints and contributors for solving problems and for gauging the success of collective action. For this reason, the SEIQ is viewed as an accurate and time-effective means by which an analysis of a school undergoing curriculum change can be conducted. Thus, the use of a self-evaluation tool such as SEIQ in order to provide a foundation for school discussion, reflection, and strategic educational improvement is encouraged.

 • Í þessari doktorsritgerð er rýnt í sjálfbærni sem er einn af grunnþáttum menntunar í íslenskri aðalnámskrá frá 2011. Megintilgangur rannsóknar-innar var tvíþættur. Í fyrsta lagi var reynt að öðlast skilning á hvað hindri og hvað styðji vinnu með sjálfbærni sem nýjan grunnþátt menntunar í íslenskum grunnskólum. Í öðru lagi að búa til og prófa sjálfsmatstæki til notkunar fyrir kennara og skólastjórnendur í einstökum skólum til að kortleggja núverandi stöðu sjálfbærnimenntunar í skólanum og hver gætu verið næstu skref í skólaþróun.
  Rannsóknin mætir þörf skóla fyrir kerfisbundnar upplýsingar um trú kennara á getu samstarfshópsins til að stuðla að sjálfbærnimenntun. Slíkar upplýsingar má nota þegar gera á áætlun um þróun skólastarfsins, starfsþróun kennara og endurskoðun skólanámskrárinnar.
  Rannsóknin fór fram á árunum 2009–2013 og byggist á blönduðum aðferðum sem fólu í sér tvo eigindlega hluta og tvo megindlega hluta. Í eigindlega hluta rannsóknarinnar, sem byggði á einstaklingsviðtölum við kennara og skólastjórnendur, voru greindir þættir sem hafa áhrif á vinnu með sjálfbærni í skólum. Í megindlega hlutanum var sjálfsmatstækið SEIQ búið til og prófað.
  Niðurstöður benda til þess að kennurum finnist viðfangsefni sem felast í sjálfbærnimenntun vandasöm, sérstaklega sú áskorun sem felst í því að markmið menntunar sé geta til aðgerða. Ný námskrá tryggir ekki að breytingar eigi sér stað inni í skólastofunni. Breytingar í námskrá sem krefjast bæði breyttra áherslna í kennsluháttum og stuðningi við endurmenntun kennara eru ekki einfalt ferli. Niðurstöður benda til að vinna kennara með sjálfbærni krefjist þess að kennarar leggi mat á og endurskoði starf sitt og eigin hæfni. Þeir þurfi að öðlast skilning á að sjálfbærnimenntun krefst breytinga á hlutverki kennara og nemenda, þar sem nemendur taki virkan þátt í ákvörðunum um skólastarfið og vinni að samþættum og þverfaglegum viðfangsefnum. Þetta flókna viðfangsefni sjálfbærni-menntunar felur í sér þörf fyrir markvissan stuðning við kennara og skóla ef markmið sjálfbærni í skólastarfi eiga að nást. Með því að hvetja kennara til aukinnar samvinnu innan og milli skóla um að takast á við áskoranir námskrárinnar og með því að skapa þeim vettvang til samstarfs, skapast aðgengi að mikilvægum upplýsingum til að skilja betur og þróa skólastarfið.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar gagnast bæði skólastjórnendum og þeim er koma að þróun námskráa og stefnumótun er lýtur að stuðningi við vinnu með ný námssvið eins og sjálfbærni. Ef sjálfbærnimenntun á að verða að raunveruleika þurfa þeir sem móta stefnu að vinna með forsvars–mönnum sveitarfélaga og skóla og koma til móts við þarfir skólafólks sem þarf stuðning til að takast á við hið flókna viðfangsefni sjálfbærni–menntunar. Fyrir grunnmenntun kennara þýðir þetta að beina þarf sjónum að hæfni hvers og eins og því hvað nemendur eiga að geta að námi loknu. Niðurstöður þessarar rannsóknar benda einnig til þess að skýrara samhengi þurfi að vera milli aðalnámskrárinnar og þriggja lögbundinna verkefna skóla, þ.e. sjálfsmats skóla, skólanámskrár og endurmenntunaráætlunar fyrir skólann.
  Gerð og prófun mælitækisins um sjálfbærni í skólastarfi gefur jákvæðar vísbendingar um gagnsemi þess. Samtöl við kennara og stjórnendur í nokkrum skólum hafa gefið til kynna að ferlið sem skólar eru hvattir til að fara í gegnum við notkun mælitækisins, sé einmitt það ferli sem lýst er í fræðunum að beri árangur í þróun sjálfbærnimenntunar í skólastarfi. Mælitækið er ekki hannað til að láta tilteknar lausnir í té heldur gefa vísbendingar um hvaða þættir virðast hindra og hverjir stuðla að sjálfbærnimenntun í skólastarfinu. Á þennan hátt er mælitækið talið vera réttmætt og spara tíma við greiningu á stöðu skóla. Einnig hefur notkun niðurstaðna mælitækisins sem grunnur samræðna, mats og kerfisbundinna umbóta gefið góð fyrirheit.

Athugasemdir: 
 • Efnisorð höfundar: sustainability - sustainability education - education for sustainable development - action competence - school development - collective teacher efficacy - school self-evaluation - sjálfbærnimenntun - geta til aðgerða - menntun til sjálfbærrar þróunar - trú kennara á getu starfshópsins
Samþykkt: 
 • 16.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23795


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PhD-thesis Auður Pálsdóttir.pdf5.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna