is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23816

Titill: 
 • Kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf framhaldsskólanema
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á síðustu áratugum hefur klámvæðing í heiminum sífellt verið að aukast meðal annars í kjölfar tæknivæðingar. Með örari tækniþróun hefur netnotkun fólks aukist til muna. Útbreiðsla og aðgangur að klámi er nú meiri en aldrei fyrr þar sem Internetið er stærsti markaður klámiðnaðarins. Alhliða kynfræðsla hefur ekki verið aukin samhliða klámvæðingunni og er það talið til áhættuþáttar þegar litið er til mótunar kynhegðunar og kynheilbrigðis ungmenna. Rannsókn þessi var framkvæmd til þessa að varpa ljósi á klámvæðinguna í heiminum og með því skoða hvernig staða kynhegðunar, kynheilbrigðis og klámáhorfs framhaldsskólanemenda er hér á landi. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með var Hvernig er kynhegðun, kynheilbrigði og klámáhorf framhaldsskólanema? Rannsóknin var unnin með megindlegum rannsóknaraðferðum. Útbúinn var spurningalisti sem lagður var fyrir 384 nemendur í fimm framhaldsskólum á landinu. Helstu niðurstöður voru að mikill meirihluti þátttakenda hafði séð klám. Áhorf kláms var misjafnt eftir kyni en karlar horfðu meira og oftar á klám en konur. Einnig sýndu niðurstöður að stór hluti þátttakenda horfði á klám í gegnum Internet í tölvu eða síma. Átakanlegt var að sjá að þátttakendur höfðu séð klám í fyrsta skiptið allt niður í fimm ára og voru karlar marktækt yngri en konur við fyrsta áhorf. Þegar tilfinningar þátttakenda til kláms voru skoðaðar kom í ljós að fleiri þátttakendur töldu tilfinningar sínar vera jákvæðar fremur en neikvæðar og voru karlar þar í meirihluta. Kynfræðsla er hvergi nefnd sem skyldufag í aðalnámskrá grunn- eða framhaldsskóla né í lagaákvæðum. Kynfræðsla sem veitt er í skólum hér á landi er því af skornum skammti en ýmis fræðslusamtök hafa tekið að sér kynfræðslu innan skóla og í gegnum Internetið.
  Lykilorð: Kynhegðun, kynheilbrigði, klám, klámvæðing, kynfræðsla.

 • Útdráttur er á ensku

  Pornography and its consumption has been constantly growing the past few decades. One of the main reasons for it’s growth is the increasing technology and with that easier access to the Internet. The internet is the biggest market for pornography and through the internet the distribution of porn and the increasing access to it has never been as widespread. Comprehensive sex education has not increased in unison to the growth of pornography and that is a big risk factor when you look at the shaping of young people‘s sexuality and their sexual health. The research question was How is sexual behavior, sexual health and how much do college students view pornography? The research was processed with quantitative research methods. An questionnaire was prepared and answered by 384 students in five colleges. The main result was that the majority of the participants had seen porn. The viewing of pornography varied between the sexes, men tended to watch more pornography than women. The results also showed that a big part of the participants watched porn through the Internet in a computer or on the phone. The most interesting and shocking results was that some of the participants saw porn for the first time down to the age of five and were men significantly younger that women to view porn for the first time. It also came to light that most participants feelings towards pornography were quite positive rather than negative and were men in majority regarding a positive outlook towards porn. Sex education is never mentioned as an compulsory in the curriculum in high schools, colleges nor in provisions. The sex education that is provided in schools in Iceland is quite poor but several educational organizations are giving sexual education inside schools and through the Internet.
  Key words: Sexuality, sexual health, porn, pornification, sexual education

Samþykkt: 
 • 25.2.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23816


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kynhegðun-kynheilbrigði-og-klámáhorf-framhaldsskólanema_MA-ritgerð_Ástrós-Erla-Benediktsdóttir_Lokaskjal Skemman.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna