is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskipta- og hagfræðideild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business and Economics >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23818

Titill: 
  • Samkeppnisstaða Emmessíss á markaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er sett fram sem rannsókn sem tekur á viðhorfi og skoðunum fólks gagnvart vörum Emmessíss og vörum helsta samkeppnisaðila þess, Kjöríss. Emmessís og Kjörís deila með sér markaði, en fyrirtækin keppa á fákeppnismarkaði og njóta þar yfirburðastöðu. Emmessís vill styrkja markaðsstöðu sína og auka afköst fyrirtækisins, en þá er mikilvægt að fyrirtækið þekki eigin styrkleika og veikleika, geri ítarlegar greiningar á innra og ytra umhverfi sínu, varist ógnanir og nýti tækifæri. Út frá niðurstöðum ritgerðarinnar má draga vissar ályktanir og koma með tillögur að hagnýtum lausnum fyrir Emmessís til að auka samkeppnishæfni og verða markaðsráðandi. Rannsóknarefnið var valið vegna áhuga höfunda á viðfangsefninu en fyrirtækið hefur síðast liðna mánuði unnið að stefnumótun og gert ýmsar breytingar á rekstri sínum, en til að mynda hefur rekstrarafkoma ekki þótt nægilega góð undanfarin ár og er það eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins að auka veltu og bæta rekstrarafkomu. Rannsóknin sem var framkvæmd var ætlað að greina frá samkeppnisstöðu Emmessíss á markaði og stöðu þess gagnvart helsta keppinaut fyrirtækisins, Kjörís, ásamt því var skoðuð neysluhegðun einstaklinga á vörum sem tengdust viðfangsefninu. Valdir voru tíu þátttakendur og var þeim síðan skipt niður í tvo rýnihópa. Reynt var að styðjast við þær niðurstöður sem komu út frá rýnihópunum og benda á atriði sem ættu að vera tekin til endurskoðunar og reynt að koma með vissar nýjungar til þess að nálgast neytendur meira.

Samþykkt: 
  • 25.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23818


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samkeppnisstaða Emmessíss á markaði.pdf2,6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna