is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23820

Titill: 
  • „Það eru flöskuhálsar í kerfinu.“ Reynsla deildarforseta og umsækjenda af ráðningarferli í akademísk störf við HÍ
Útgáfa: 
  • Apríl 2015
Útdráttur: 
  • Tilgangur þeirrar rannsóknar sem hér um ræðir er að varpa ljósi á ráðningarferli í akademísk störf við Háskóla Íslands. Markmiðið er að öðlast skilning á upplifun og reynslu tveggja lykilþátttakenda í ferlinu, deildarforseta og umsækjenda. Greining er gerð út frá mannauðsstefnu og gæðastefnu skólans. Tekin voru viðtöl við fimm deildarforseta og fimm umsækjendur af öllum fræðasviðum. Þá voru tekin viðtöl við fulltrúa á starfsmannasviði og við formann gæðanefndar Háskóla Íslands til þess að fá sjónarhorn stjórnsýslunnar og öðlast betri skilning á heildarmynd ráðningarferilsins. Stuðst er við nálgun fyrirbærafræði við greiningu gagna. Helstu niðurstöður eru að deildarforsetar voru almennt jákvæðir gagnvart lögboðnum auglýsingum um störf og sáttir við framkvæmd auglýsingagerðar og birtingar. Reynslan hvað varðar erlenda umsækjendur í ráðningarferlinu var ekki góð. Ábyrgð á valferli og að halda tímamörk liggur að mati meirihluta deildarforseta einnig hjá starfsmannasviði og fulltrúa rektors í valnefnd. Umsækjendur upplifðu allir að umsóknarferlið hefði tekið langan tíma. Þeir upplifðu mikið samskiptaleysi og skort á upplýsingum. Þeir höfðu að jafnaði beðið í fimm mánuði eftir svörum.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 21. apríl 2015
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-5-3
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23820


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
24.Floskuhalsar_radningarferliA.pdf6.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna