is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23821

Titill: 
  • Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt?
Útgáfa: 
  • Apríl 2015
Útdráttur: 
  • Samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem tók við völdum vorið 1999, einsetti sér að selja hlutabréf í ríkisbönkunum til að ná fram hagræðingu á fjármagnsmarkaði en tryggja um leið samkeppni á markaðnum. Jafnframt átti að gæta þess að ríkið fengi hámarksverð fyrir eign sína. Ráðandi hlutir í Landsbanka Íslands hf. og Búnaðarbanka Íslands hf. voru seldir um áramótin 2002/2003 og var söluverð hlutabréfa í Landsbankanum 3,91 á hlut en gengi bréfa í Búnaðarbanka 4,47 á hlut. Í þessari grein eru tvenns konar aðferðir notaðar til að meta virði viðskiptabankanna í lok árs 2002 og það mat borið saman við söluverð þeirra. Þessar aðferðir eru tvenns konar kennitöluverðmat þar sem annars vegar er byggt á V/H hlutfalli og hins vegar á V/I hlutafalli. Verðið á Landsbanka var lægra en svaraði til nýlegs mats greiningardeildar Búnaðarbanka. Söluverð Búnaðarbanka var hins vegar hærra en greiningardeild Íslandsbanka taldi eðlilegt í mati sínu hálfu ári fyrr. Virðismat byggt á V/H greiningu gefur til kynna að verð beggja bankanna hafi verið eðlilegt, en út frá V/I greiningu má ætla að verðið hafi verið of hátt. Gildi þessara niðurstaðna felst einkum í því að þær gefa til kynna að söluverð bankanna hafi verið innan eðlilegra marka. Hins vegar voru bankarnir trúlega seldir á röngum tíma og hugsanlega hefði mátt fá hærra verð með því að bíða með sölu þeirra.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 21. apríl 2015
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-5-3
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23821


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
3.Einkavaeding_landsbanka_bunadarbanka.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna