is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23822

Titill: 
  • Þögn í skipulagsheildum: Tækni, mótsagnir og merkingar
Útgáfa: 
  • Apríl 2015
Útdráttur: 
  • Þögn í skipulagsheildum (e. organizational silence) hefur á undanförnum árum fengið æ meiri athygli rannsakenda á sviði stjórnunar og skipulagsheilda. Þögnin er þá skilin, bæði bókstaflega og sem myndhverfing, sem lamandi ástand eða andstæða samskipta og eðlilegs upplýsingastreymis. Á sama tíma er trúnaður um starfsemina og þögn um samskipti innan skipulagsheildarinnar grundvöllur þess trausts sem æskilegt er að ríki meðal aðila. Í greininni er staða fræðilegrar umræðu um þögn í skipulagsheildum sett í samhengi við mótsagnakennda merkingu þagnarinnar í ólíku samhengi en jafnframt gerð grein fyrir fyrstu niðurstöðum úr rannsókn á þremur skipulagsheildum sem nota þögn á skapandi hátt í starfsemi sinni. Tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga í þremur mismunandi skipulagsheildum sem fást við beitingu þagnar á mismunandi hátt. Tilgangur rannsóknarinnar er að opna upp spurningar varðandi þögn í skipulagsheildum en það efni hefur haft á sér nokkuð einsleitan blæ í þeim kenningum sem mest hefur borið á.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 21. apríl 2015
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-5-3
Samþykkt: 
  • 29.2.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23822


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
18.Thogn.pdf6.86 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna