Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23823
Nýjar rannsóknir sýna að miklum kröfum til starfsfólks geta fylgt óánægja í starfi og einkenni um kulnun, en stuðningur á vinnustað, t.d. frá stjórnanda, getur dregið úr neikvæðum áhrifum mikils álags í starfi. Rannsóknir í opinberum stofnunum hérlendis sýna að einkenni um kulnun hafa aukist undanfarin ár en fáar rannsóknir eru til um líðan starfsfólks í þjónustufyrirtækjum hér á landi. Rannsóknir sýna að þjónandi forysta næsta yfirmanns, með áherslu á eflingu og samfélagslega ábyrgð, tengist betri líðan starfsfólks en fáar rannsóknir eru til um þessi tengsl innan þjónustufyrirtækja. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líðan starfsfólks upplýsingatæknifyrirtækja hér á landi og viðhorf starfsfólksins til stjórnunar og forystu næsta yfirmanns, einkum þátta sem snúa að stuðningi. Þjónustustarfsmenn upplýsingatæknifyrirtækja (N=94) mátu eigin starfsánægju, einkenni um klunun í starfi (emotional exhaustion) og vægi þjónandi forystu hjá næsta yfirmanni. Niðurstöður sýndu að um 21% þjónustustarfsmannanna sýndu einkenni um mikla tilfinningalega örmögnun í starfi og 82% þátttakenda voru ánægðir eða mjög ánægðir í starfi. Mat þátttakenda sýndi að vægi þjónandi forystu var 4,46 þar sem 1 er lægsta og 6 er hæsta gildi sem er miðlungsvægi miðað við fyrri rannsóknir. Marktæk tengsl voru milli lítillar tilfinningalegrar örmögnunar í starfi og þjónandi forystu og mikillar starfsánægju og þjónandi forystu. Niðurstöðurnar eru í takt við sambærilegar rannsóknir erlendis og renna stoðum undir mikilvægi þess að starfsfólk í upplýsingatæknifyrirtækjum njóti stjórnunar og forystu sem gefur hverjum og einum tækifæri til að njóta eigin hæfileika og þekkingar sem getur leitt til ánægju og betri líðan starfsfólks og betri þjónustu við viðskiptavini.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
37.Thjondandi_forysta.pdf | 6,96 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |