en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23828

Title: 
  • Title is in Icelandic Margvíslegar hindranir íslenskra útflytjenda
Published: 
  • March 2014
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Grein þessi byggir á rannsókn úr lokaverkefni til M.Sc. gráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum við Háskóla Íslands. Rannsóknin fjallar um reynslu íslenskra útflytjenda á hindrunum í útflutningi. Markmiðið með henni var að svara rannsóknarspurningunni um hverjar væru helstu hindranirnar og að setja niðurstöðurnar fram á skýran hátt í þeim tilgangi að auðvelt sé að nýta þær til umbóta. Rannsóknin var unnin með fyrirbærafræðilegri aðferð og byggir á upplifun og reynslu af hindrunum í útflutningi. Viðtöl voru tekin við fulltrúa átta íslenskra framleiðslufyrirtækja og rannsóknargögnin unnin samkvæmt þremur stigum aðferðarinnar; lýsingu, samþættingu og túlkun. Með fyrirbærafræðilegri aðferð má skyggnast inn í reynsluheim viðmælenda, öðlast dýpri skilning á þeim hindrunum sem þeir höfðu mætt og svara þannig rannsóknarspurningunni. Niðurstöðurnar voru þær að helstu hindranirnar væru eftirfarandi: fjármagnsskortur, mannekla, menningarmunur, ólíkir viðskiptahættir, hár flutningskostnaður, mikil ferðalög starfsfólks, flókin og tímafrek tollamál, óhagstætt rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja, miklar gengissveiflur íslensku krónunnar og hörð samkeppni á erlendum mörkuðum. Niðurstöðurnar voru settar fram samkvæmt flokkun Leonidou (1995, 2004), eftir innri og ytri þáttum.

Citation: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Accepted: 
  • Feb 29, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23828


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
11.Hindranir_utflutningsfyrirtaekja.pdf241.87 kBOpenHeildartextiPDFView/Open