en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23830

Title: 
  • Title is in Icelandic Markaðsleg færni lítilla tæknifyrirtækja í sjávarútvegi á Íslandi
Published: 
  • March 2014
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Sjávarútvegurinn er ein af aðal atvinnugreinunum á Íslandi og hafa mörg fyrirtæki verið stofnuð til þess að styðja við hann. Á meðal þeirra eru tæknifyrirtæki sem hanna og framleiða veiðarfæri, fiskvinnsluvélar, umbúðir og kælikerfi svo eitthvað sé nefnt. Flest þessara fyrirtækja eru lítil og standa frammi fyrir breyttum aðstæðum á heimamarkaði. Það veldur því að þau þurfa að auka útflutning sinn. Lítil fyrirtæki kljást hins vegar oft við skort á sérþekkingu á markaðsmálum. Tilgangur rannsóknar höfunda var að komast að því hversu mikilli markaðslegri færni lítil tæknifyrirtæki í sjávarútvegi á Íslandi búa yfir og hvort jákvæð tengsl væru á milli hennar og árangurs þeirra. Gerð var megindleg rannsókn. Spurningalisti var sendur á þá sem báru ábyrgð á markaðstengdum ákvörðunum hjá fyrirtækjunum. Þýðið og úrtakið var það sama eða 36 fyrirtæki og var svarhlutfallið 88%. Helstu niðurstöður voru að þátttakendur telja fyrirtæki sín búa yfir örlítilli meiri markaðslegri færni heldur en keppinautar sínir nema hvað varðar markaðssamskipti (auglýsingar og söluhvatar). Sterk jákvæð fylgni var á milli markaðslegrar færni og árangurs.

Citation: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Accepted: 
  • Feb 29, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23830


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
7.Markadslegfaerni_sjavarutvegsfyrirtaeki.pdf248.95 kBOpenHeildartextiPDFView/Open