is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/35187

Titill: 
  • Hagrænt mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar: Hvers virði er að draga úr sjónrænum áhrifum?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Landsvirkjun er með áform um að reisa vindmyllugarð á Þjórsársvæðinu, stærsta orkuvinnslusvæði Landsvirkjunar. Á svæðinu eru nú þegar 7 vatnsaflsvirkjanir og 2 rannsóknarvindmyllur. Vindmyllugarðurinn kallast Búrfellslundur og var lagður fyrir verkefnastjórn 3. áfanga rammaáætlunar árið 2015. Í mati á umhverfisáhrifum var gert ráð fyrir að vindmyllugarðurinn yrði allt að 200 MW og allt að 58-67 vindmyllur. Niðurstöður úr mati á umhverfisáhrifum bentu til þess að vindmyllugarðurinn myndi hafa talsverð neikvæð áhrif á útivist og ferðamennsku á svæðinu vegna sjónrænna áhrifa. Af sömu ástæðu var Búrfellslundur flokkaður í biðflokk í 3. áfanga rammaáætlunar. Landsvirkjun hefur lagt fram endurhönnun á Búrfellslundi, þar sem búið er að breyta útfærslu vindmyllugarðsins þannig að hann falli betur að landslaginu og sjáist minna frá helstu ferðamannastöðum í nágrenninu.
    Markmiðið með þessari rannsókn var að gera hagrænt mat á umhverfisáhrifum Búrfellslundar og meta hvort endurhönnunin hefði í för með sér þjóðhagslegan ábata.
    Til að leggja mat á umhverfiskostnaðinn var notað skilyrt verðmætamat. Spurningalisti var sendur út af Félagsvísindastofnun á 2.452 þátttakendur og svarhlutfall var 44%.
    Marktækur munur var á greiðsluvilja á milli fyrri og seinni útfærslu Búrfellslundar, 22% voru tilbúin að greiða til þess að koma í veg fyrir að Búrfellslundur væri reistur miðað við fyrri útfærsluna en 15% voru tilbúin að greiða til að koma í veg fyrir seinni útfærslu Búrfellslundar. Metinn umhverfiskostnaður á fyrri útfærslunni var 17,7 milljarðar króna en á seinni útfærslunni 13,2 milljarða króna. Metinn umhverfiskostnaður lækkar því um 4,5 milljarða króna með endurhönnun Búrfellslundar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að val á staðsetningu og útfærslu vindmyllugarða skiptir máli og er mikilvægt innlegg í stefnumótun um skipulagningu vindmyllugarða á Íslandi. Áframhaldandi rannsóknir á umhverfiskostnaði vindmyllugarða geta stutt við val á vindorkukostum og hvernig á að forgangsraða þeim.

  • Útdráttur er á ensku

    Landsvirkjun has a plan to build a wind farm in the Þjórsár area, called Búrfellslundur, where they already have 7 hydropower plants and two windmills. The wind farm was submitted for the 3rd phase of the Master Plan in 2015. The results of an environmental impact assessment indicated that the wind farm would have a significant negative impact on outdoor activities and tourism in the area due to visual impact. For the same reason, Búrfellslundur was classified into the waiting category in the 3rd phase of the Master Plan.
    Lately, Landsvirkjun has been working on redesigning Búrfellslundur with the aim of significantly reducing the impact on the landscape.
    The purpose of this study is to create an economic valuation of the environmental impacts of Búrfellslundur. The contingent valuation was used to assess the public’s willingness to pay for protection of the area and will examine whether there is a significant difference before and after changes.
    There was a significant difference in willingness to pay between the first and second versions of Búrfellslundur, 22% were willing to pay to prevent the construction of the previous design of Búrfellslundur, while 15% were willing to pay to prevent the second implementation of Búrfellslundur. The estimated environmental cost of the first implementation was ISK 17.7 billion, while in the second implementation ISK 13.2 billion. Estimated environmental costs will therefore be reduced by ISK 4.5 billion with the redesign of Búrfellslundur.
    The results of the study show that choice of location and implementation of wind farms is important and is an important contribution to the planning of wind farm parks in Iceland.

Styrktaraðili: 
  • Landsvirkjun
Samþykkt: 
  • 11.5.2020
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/35187


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman_yfirlysing.pdf614.96 kBLokaðurYfirlýsingPDF
MS ritgerðOLJ.pdf18.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna