is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23180

Titill: 
  • Náttúrutengsl og umhverfisstjórnun: Mótun, upplifun og áhrifaþættir
Útdráttur: 
  • Umræða umhverfismála einkennist gjarnan af áherslu á mikilvægi þess að umhverfis-stjórnun og auðlindanýting sé unnin í sátt og samráði við það samfélag sem hún á að ná til. Til að svo verði hlýtur hvers konar kerfi umhverfisstjórnunar að þurfa að taka mið af félagslegum og menningarlegum skilningi á sambandi fólks og náttúru á hverjum stað.
    Í þessari rannsókn var eigindleg rannsókn gerð meðal íbúa í Öræfum í Austur-Skaftafellssýslu og var markmið rannsóknarinnar tvíþætt. Annars vegar að öðlast skilning á upplifun einstaklinga á tengslum sínum, mótun þeirra og mögulegum áhrifum náttúrutengsla á viðhorf og gildi samfélagsins. Hins vegar að kanna upplifun og viðhorf fólks til umhverfisstjórnunar. Tekin voru 11 viðtöl við jafn marga einstaklinga sem hafa lögheimili og fasta búsetu í Öræfum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að samband samfélags og náttúru hlýtur töluvert vægi meðal samfélagsins í Öræfum. Náttúrutengsl mótast í gegnum stöðug samskipti við hið náttúrulega umhverfi, allt frá æsku, og eru áhrif þeirra nokkur á viðhorf og gildi samfélagsins. Náin samskipti samfélags og náttúru stuðla að umhyggju íbúa fyrir náttúru. Viðhorf til umhverfisstjórnunar er almennt jákvætt; neikvætt viðhorf birtist þó til umhverfisstjórnunar samhliða upplifun fólks á því að ekki sé tekið tillit til sambands samfélags og náttúru við mótun slíkrar stjórnunar. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna mikilvægi virkrar þátttöku almennings í tengslum við umhverfisstjórnun þar sem slík þátttaka stuðlar að innleiðingu sambands samfélags og náttúru í umhverfisstjórnun.
    Lykilorð: Náttúrutengsl, samfélag, umhverfisstjórnun, Öræfi.

  • Útdráttur er á ensku

    Debate on environmental issues is often characterized by focus on the importance of environmental management and management of natural resources being done in harmony and cooperation with the community in which they apply. For this to be done any kind of environmental management system must take account of the social and cultural understanding of the relationship of people and nature in every place.
    A qualitative study was conducted among residents in Öræfi in the south east of Iceland. The aim of the study was twofold: i) to understand individuals experience of their own nature relations, the formulation of those relations and the potential impact of the relationship on the attitudes and values of society and ii) to explore peoples experiences and attitudes towards environmental management. Eleven interviews were taken with as many individuals who have legal and permanent residence in Öræfi.
    The results of the study show that the relationship between society and nature is of great importance for the community. Peoples natural relations develop through life long constant interaction with the natural environment. These relations have impacts on beliefs and values of individuals and society. Close interaction of society and nature lead to concern for the natural environment. Attitude towards environmental management is generally positive though negative attitudes towards environmental management appear in context to peoples experience of management not taking account of society and nature relations. Results of the study illustrate the importance of effective public participation in the context of environmental management as such participation enables the incorporation of nature-societal relations to environmental management.
    Key words: Nature relations, society, environmental management, Öræfi.

Samþykkt: 
  • 30.10.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náttúrutengsl og umhverfisstjórnun.pdf1.34 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna