is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23839

Titill: 
  • Viðskiptasiðferði og eignasala bankanna 2008
Útgáfa: 
  • Mars 2014
Útdráttur: 
  • Falslaus kaup skulu föst vera, þau er einskis manns rétti er hrundið í. En hvenær er rétti manns hrundið í viðskiptum? Skólaspekingar töldu, að kaupmaður þyrfti ekki að skýra viðskiptavinum sínum frá væntanlegum viðburðum, sem gætu leitt til verðlækkunar vöru hans. Hins vegar mætti eigandi nauðsynjavöru ekki nýta sér tímabundna neyð annarra til að heimta óvenjuhátt verð fyrir hana. Þótt F. A. Hayek og R. Nozick séu báðir stuðningsmenn séreignarréttar og frjálsra viðskipta, taka þeir undir þetta. Í ljósi þessara sígildu sjónarmiða er hér greind skyndisala þriggja norræna fyrirtækja í eigu Glitnis haustið 2008. Að kröfu hins norska tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta var Glitnir Bank ASA seldur samtökum norskra sparisjóða 21. október 2008 fyrir 300 milljónir norskra kr. [5,6 milljarða ísl. kr. 2014]. Þremur mánuðum síðar mátu nýir eigendur bankann á tvo milljarða [37,6 milljarða ísl. kr.]. Hópur starfsmanna annars fyrirtækis Glitnis í Noregi, Glitnir Securities ASA, keypti það 12. október 2008 á 50 milljónir norskra kr. [940 milljónir ísl. kr.], en seldi viku síðar öðru fyrirtæki helmingshlut í fyrirtækinu fyrir sömu upphæð. Glitnir Pankki Oy í Finnlandi var seldur hópi starfsmanna 14. október 2008 fyrir €3.000 evrur [467 þúsund ísl. kr.], en í árslok 2008 var eigið fé hans talið €43 milljónir [7,6 milljarðar ísl. kr.]. Hann var seldur S-Pankki vorið 2013 fyrir um €200 milljónir [31 milljarð ísl. kr.]. Tjónið af skyndisölu þessara þriggja eigna hefur líklega numið á bilinu 40–160 milljörðum ísl. kr., eftir því á hvaða tímakvarða er metið. Hér eru færð rök fyrir því, að þessi þrenn viðskipti hafi verið óréttlát.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23839


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
20.VIÐSKIPTASIÐFERÐI.pdf228.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna