Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23840
Markmið og rannsóknarspurningar snérust um: Hvort skipulagsheildir á Íslandi hefðu opinn aðgang og/eða leyfðu aðgang að samfélagsmiðlum, hvort þátttakendur notuðu samfélagsmiðla til þess að sinna einkaerindum á vinnutíma, hvaða tegund samfélagsmiðla þeir notuðu, hversu miklum tíma þeir verðu til slíkra nota og hvert væri viðhorf stjórnenda og annarra starfsmanna til slíkrar notkunar. Gögnum var safnað með þrenns konar hætti; (1) notkun spurningalista, (2) símakönnun og (3) viðtalsaðferð. Gerð hefur verið grein fyrir niðurstöðum spurningalista- og símakönnunar (Jóhanna Gunnlaugsdóttir, 2013). Tilgangur þess hluta rannsóknarinnar, sem hér er kynntur, er að ræða niðurstöður viðtalskönnunarinnar. Við hana var notuð eigindleg aðferðafræði og viðtöl tekin 2013-2014 við starfsmannahópa í fimm skipulagsheildum. Helstu niðurstöður voru að þrjár skipulagsheildanna höfðu opið fyrir og/eða leyfðu starfsfólki að hafa aðgengi að samfélagsmiðlum á vinnutíma, tæplega helmingur nýtti sér þann möguleika og meginþorrinn notaði Facebook. Starfsfólk varði til þessara hluta umtalsverðum tíma vinnudagsins. Meiri hluti stjórnenda og annarra starfsmanna taldi ásættanlegt að nota samfélagsmiðlana á þennan hátt væri það gert í hófi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
8.SamfelagsmidlanotkunA.pdf | 273.04 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |