is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23841

Titill: 
  • Mikilvægi kerfisgreiningar við frammistöðustjórnun innan vinnustaða
Útgáfa: 
  • Mars 2014
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að nota kerfisgreiningu á einkareknu fyrirtæki sem selur og þjónustar tölvuvörur og aðrar tæknivörur almennum markaði og athuga áhrif þess á frammistöðu starfsmanna. Greiningin tók mið af uppbyggingu skipulagsheildarinnar, tenginga á milli deilda og frammistöðu starfsmanna sem og vinnuflæði. Með slíkri greiningu er hægt að koma auga á eyður í skipulagsheildinni og möguleg vandamál í vinnuflæði sem geta leitt til slæmrar þjónustu og óánægju viðskiptavina. Verkfærið sem var notað við greininguna kallast Behavioral System´s Analysis Questionnaire (hér eftir kallað BSAQ). Verkfærið er samþætt og hefur þann tilgang að safna upplýsingum svo hægt sé að greina vinnustað, starfsemi og mikilvæga ferla og leiða áfram umbótastarf útfrá niðurstöðum greiningarinnar. Forsenda kerfisnálgunar byggir á þeirri hugmynd að vinnustaðir eru kerfi sem þurfa að aðlagast umhverfi sínu og að það séu margar utanaðkomandi breytur sem hafa áhrif á afkomu þess. Kerfin eru byggð upp af fólki, ferlum og efnislegu umhverfi vinnustaðarins. Hvert kerfi er samsett af mörgum minni kerfum sem öll tengjast og eru háð hvert öðru og þeim samskiptum og boðleiðum sem tengja þau saman. Í þessari rannsókn var verkstæðið hjá tölvufyrirtæki greint. Gögnum var safnað í viðtölum við starfsfólk og stjórnendur og voru sett saman teymi hlutaðeigandi aðila til að vinna saman og komast að niðurstöðu með notkun BSAQ verkfærisins. Skipulagsheildin var kortlögð með því að teikna upp Total Performance System teikningar. Slík kortlagning gerir framleiðslu vöru og þjónustu sýnilega og upplýsingaöflunin leiðir þróun og innleiðingu nauðsynlegra breytinga sem gera kerfinu kleift að starfa með meiri árangri. Var niðurstaðan einmitt sú í þessari greiningu, hún dróg fram kerfiseyður sem þurfti að bregðast við og var strax hafist handa við nauðsynlegt umbótarstarf sem ekki var ljóst að vinna þurfti að áður en þessi greining var gerð.

Birtist í: 
  • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
  • 1670-8288
ISBN: 
  • 978-9979-9933-4-6
Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23841


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
6.Mikilvægi_kerfisgreiningar.pdf670.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna