en English is Íslenska

Article

University of Iceland > Ráðstefnurit > Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23846

Title: 
 • Title is in Icelandic Samfélagsábyrgð íslenskra fyrirtækja
Published: 
 • March 2014
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Margar vísbendingar eru um að áhersla fyrirtækja á samfélagsábyrgð (samfélagsleg ábyrgð, e. corporate social responsibility) aukist hratt um þessar mundir, á Íslandi sem víða annars staðar í heiminum. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð var stofnuð í október 2011. Stofnfélagar að Festu voru sex fyrirtæki, þ.e. Landsbankinn, Landsvirkjun, Íslandsbanki, Rio Tinto Alcan, Síminn og Össur, en í desember 2013 voru félagar orðnir 29 talsins, bæði fyrirtæki og stofnanir. Í rannsókn þeirri sem kynnt er í þessari grein var óskað eftir svörum frá fulltrúum þessara 29 aðildarfélaga við fjórum spurningum:
  1. Hverjar eru helstu ástæður þess að fyrirtæki þitt leggur áherslu á samfélagsábyrgð?
  2. Hver er helsti ávinningur þess fyrir fyrirtækið?
  3. Á hvaða þætti samfélagsábyrgðar er lögð mest áhersla í fyrirtækinu?
  4. Hverjar eru helstu hindranirnar við innleiðingu samfélagsábyrgðar í
  þínu fyrirtæki?
  Alls sendu 16 fyrirtæki inn svör við spurningunum og voru svörin greind og borin saman við fræðin um samfélagsábyrgð fyrirtækja og sjálfbæra þróun, þar með talið niðurstöður hérlendra rannsókna á þessu sviði. Svörin við fyrstu tveimur spurningunum fléttast nokkuð saman þar sem væntur ávinningur er ein af ástæðunum fyrir áherslu fyrirtækjanna á samfélagsábyrgð. Einnig felast upplýsingar um hvata í fyrstu tveimur spurningunum.
  Fyrirtækin sem sendu inn svör telja greinilega að almenn krafa um að þau sýni samfélagslega ábyrgð í verki sé mikil og aukist jafnt og þétt. Mörg fyrirtækin nefna efnahagslegar eða rekstrarlegar ástæður fyrir aðgerðum á þessu sviði, sem felur í sér ávinning fyrir fyrirtækin. Margir nefna starfsmenn sem drifkraft aðgerða, þ.e. að þeir verði ánægðari og betri starfsmenn í fyrirtækjum með samfélagslegar áherslur, auk þess sem áhrif á ímynd fyrirtækja virðist skipa máli. Svörin sýna að þrýstingur til aðgerða kemur innan frá, sem og vegna þrýstings frá mismunandi hagsmunaðilum utan veggja fyrirtækjanna, en þó finna fyrirtæki ekki fyrir þrýstingi frá hérlendum stjórnvöldum. Við innleiðingu á samfélagsábyrgð er mest áhersla lögð á umhverfismál, mannauð, áhrif á samfélag, gegnsæi, viðskiptahætti, siðferðilega háttsemi og góðgerðastarfsemi. Innri hindranir tengjast helst auðlindum, fyrirtækjamenningu, viðhorfi og þáttum tæknilegs eðlis.

Citation: 
 • Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands 14. mars 2014
ISSN: 
 • 1670-8288
ISBN: 
 • 978-9979-9933-4-6
Accepted: 
 • Mar 1, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23846


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
16Samfélagsábyrgð.pdf283.66 kBOpenHeildartextiPDFView/Open