Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23847
Í greininni er kannað hvort skipta megi Íslendingum í hópa eftir því hversu fljótir þeir eru að tileinka sér notkun smáforrita í snjallsímunum sínum og tíundaðir þeir þættir sem ýta undir hana. Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar sem send var á hentugleikaúrtak nemenda Háskóla Íslands. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að konur á aldrinum 25–34 ára með grunn- og framhaldsháskólamenntun og karlar á aldrinum 25–34 ára með framhaldsháskólamenntun reyndust vera þeir sem voru fljótastir að tileinka sér notkun smáforrita. Jákvæð tengsl reyndust vera á milli áhrifaþáttarins „yfirburðir“ og tileinkunar á smáforritum en neikvæð tengsl á milli „flækjustig” og hennar. !
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
4.NotkunsmaforritaNytt.pdf | 3.2 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |