is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23856

Titill: 
  • Mismunandi rekstrarform leikskóla : í hverju liggur munurinn helst að mati stjórnenda?
  • Titill er á ensku Views of principals on privately vs. public run preschools
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var að reyna að varpa ljósi á í hverju munurinn liggur helst á einkareknum leikskólum og almennum leikskólum hvað varðar rekstur, námskrá og samskipti við foreldra að mati stjórnenda.
    Rannsóknin var eigindleg og þátttakendur voru sex leikskólastjórar sem starfa í leikskólum á Stór Reykjavíkursvæðinu. Þrír þeirra eru stjórnendur í almennum leikskólum sem sveitarfélögin reka og þrír eru stjórnendur í einkareknum leikskólum sem hafa einnig reynslu af stjórnun í almennum leikskólum. Gagna var aflað með viðtölum við þessa aðila. Gagnaöflun fór fram í mars 2015.
    Meginniðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að aðkoma sveitar-félaga að rekstri bæði einkarekinna og almennra leikskóla hafi mikið að segja fyrir rekstrargrundvöll þeirra. Stjórnendur í einkareknu leikskólunum hafa meira svigrúm, frelsi og sjálfstæði til að taka ákvarðanir um ýmis mál tengd starfsemi leikskólanna og eru ekki bundnir með sama hætti í kerfi stjórnsýslunnar og almennu skólarnir. Stjórnendur í almennu leikskólunum kalla eftir meira frelsi og sjálfstæði til ákvarðana. Stjórnendur í einkareknu leikskólunum hafa meira svigrúm til að borga starfsfólki hærri laun og bjóða ýmis hlunnindi umfram þau sem er að finna í almennu leikskólunum.
    Tækifæri til faglegrar þróunar er til staðar í báðum skólagerðum en stjórnendur í einkareknu leikskólunum hafa meira svigrúm til að halda fleiri fundi með starfsmönnum eftir vinnu. Stjórnendur í báðum skólagerðum leita til síns baklands um ráðgjöf og stuðning í starfi og ekki er mikið um samskipti á milli skólastjórnenda ólíkra skólagerða. Allir leikskólastjórarnir, óháð skólagerðum, leggja áherslu á góð samskipti og samstarf við foreldra. Í einkareknu leikskólunum gátu stjórnendur frekar en í almennu leikskólunum mætt þörfum foreldra með fundum eftir vinnu eða á laugardögum.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Helga Björk Jóhannsdóttir -Mastersritgerð..pdf828.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna