is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23862

Titill: 
  • Árangursrík stærðfræðikennsla : áherslur starfandi kennara í stærðfræðikennslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið verkefnisins er að láta í ljós hvers konar stærðfræðikennsla rannsóknir hafa sýnt að sé vænleg til árangurs. Í framhaldi af þeim upplýsingum er framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem þátttakendur eru beðnir um þeirra viðhorf til árangursríkrar kennslu og hvernig þeir haga stærðfræðikennslu sinni í takt við þau viðhorf sín. Sú rannsóknarspurning sem lagt var upp með var; Hver telur þú vera megineinkenni árangursríkrar kennslustundar og hvernig hagar þú kennslu þinni svo að nemendur þínir nái árangri í stærðfræði. Í kjölfarið fylgdu nokkrar undirspurningar til þess að afmarka viðfangsefnið. Rannsakandi tók viðtöl við fjóra grunnskólakennara sem allir kenna stærðfræði en á mismunandi stigum grunnskólans. Þátttakendur höfðu misjafna menntun að baki sem og var reynsla þeirra í starfi ólík. Í ljós kom að þátttakendur höfðu svipuð viðhorf til þess hvers konar kennsla væri árangursrík og nefndu þeir þar m.a. að mikilvægt væri að gæta fjölbreytni og einstaklingsmiða. Hins vegar voru lýsingar þátttakenda á kennslustundum ekki endilega í samræmi við þessi viðhorf sín og voru þrír þeirra með frekar tilbreytingarlausa kennslustund sem einkenndist af innlögnum, verkefnavinnu og hlutverki þeirra sem kennara að ganga á milli og aðstoða nemendur eftir þörfum. Þó voru allir kennararnir með sterk rök fyrir því hvers vegna þeir höguðu kennslu sinni á þann veg er þeir gerðu og töldu þeir allir að það sem þeir væru að gera í stærðfræðikennslustundum sínum væri að bera árangur.

Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni M.Ed. - Anna Þórunn.pdf886.51 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna