is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23863

Titill: 
  • Kennsluefni um jafnréttisbaráttu : kynjafræði fyrir grunnskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fræðslu um jafnrétti kynjanna hefur ekki verið markvisst sinnt í íslenskum grunnskólum þrátt fyrir að jafnréttislög hafi kveðið á um jafnréttisfræðslu í tæpa fjóra áratugi. Það er mikilvægt að bæta fræðslu um jafnrétti kynjanna því fordómar og neikvæðar hugmyndir um femínisma gera það að verkum að ungt fólk tekur ekki við keflinu í jafnréttisbaráttunni. Íslenskar rannsóknir á námsbókum hafa sýnt að enn í dag mismuna þær kynjunum þar sem sagan sem þar er sögð er karllæg og konur lítt sýnilegar. Meistaraverkefni þetta til M. Ed. -gráðu í kennslufræði er kennsluefni um jafnréttisbaráttu sem byggir á femínískri kennslufræði og kynjafræði.
    Kennsluefnið er ætlað efri bekkjum grunnskóla, 5.-10. bekk. Allt efni er rafrænt og birtist á vef á vegum Kvenréttindafélags Íslands. Kennsluefnið samanstendur af æfingum, kennsluleiðbeiningum og rafrænum námsgögnum. Hæfniviðmið og námsmat eru byggð á Aðalnámskrá grunnskóla. Kennsluefnið er um jafnréttisbaráttu og hefur grunnhugtök kynjafræðinnar að leiðarljósi. Áhersla er ekki lögð á brautryðjendur eða tímalínu atburða eins og hefð er fyrir. Leiðin sem valin er til að skoða söguna og samfélagið er nútímalegri því nemendur setja upp kynjagleraugu og uppgötva aðferðir til að hafa áhrif. Nemendur skoða sitt daglega líf með það í huga að þau séu hluti af samfélagi sem hefur bæði kynjaskipt atvinnulíf, kynjaða verkaskiptingu og rótgrónar staðalmyndir um hvað stelpur og strákar hafa áhuga á. Æfingarnar eru valdeflandi því þar er byggt á þekkingu og reynslu nemenda og nemendur eru gerendur. Nemendur fá skilgreiningarvald og eru settir í hlutverk rannsakenda. Grunnþemu kvennabaráttu og femínískra fræða eru miðlæg í kennsluefninu og byggja efnistök á því að kyngervi er félagslega mótað og ekki fasti heldur gjörningur í anda kenninga Judith Butler. Helstu þemu í kennsluefninu eru staðalímyndir um kynin, fyrirmyndir, vinátta, fjölmiðlalæsi, að líta gagnrýnum augum á hvað strákum og stelpum er kennt og hvernig megi hafa áhrif til að auka jafnrétti.

Styrktaraðili: 
  • Verkefnið var styrkt af framkvæmdanefnd um 100 ára kosningarétt kvenna, Menningar- og minningarsjóði kvenna og Ljósmyndasafni Reykjavíkur.
Samþykkt: 
  • 1.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23863


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þóra Þorsteinsdóttir.pdf7.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna