is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23864

Titill: 
 • „Það þarf að ganga í takt“ : innleiðing, reynsla og ávinningur af SMT skólafærni í Hafnarfirði : sjónarhorn kennara
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í rannsókninni var sjónum beint að innleiðingu SMT skólafærni í Hafnarfirði. Markmið hennar var að skoða hvernig staðið var að innleiðingunni og fá fram sjónarmið, reynslu og ávinning kennara sem starfa samkvæmt hugmyndafræðinni. Rannsóknarspurningarnar sem lagt var upp með eru: Hvernig var staðið að innleiðingu SMT skólafærni í grunnskóla í Hafnarfirði? Hver er reynsla og ávinningur af SMT skólafærni fyrir skólastarf í Hafnarfirði að mati kennara? Gerð var eigindleg rannsókn og stuðst var við rannsóknarsnið tilviksrannsóknar. Tekin voru sex hálfstöðluð viðtöl við kennara í þremur grunnskólum í Hafnarfirði. Viðtal var tekið við fulltrúa Skólaskrifstofu sem kom að innleiðingu og skólastjóra sem innleiddi í sínum skóla. Auk þess voru tekin tvö rýnihópaviðtöl, samtals tíu viðtöl. Í rannsókninni kemur fram að vel hafi tekist til við innleiðingu SMT skólafærni og almenn sátt ríki um aðferðina í dag og hún komin til að vera. Nægur tími var gefin til innleiðingar og skólar fengu tækifæri til að aðlaga aðferðina að þörfum síns skóla. Kennarar telja skólabrag betri í dag, þegar allir vinna með sömu áherslur, en fyrir innleiðingu en benda á að þar geti aðrir þættir haft áhrif. Fram kemur að kennarar finna styrk í því að hafa heildstæða aðferð, fastmótaða ferla og ákveðið verklag í glímunni við agamál. Mat viðmælenda er að enn örli á mótþróa við SMT hugmyndafræðina sem felist meðal annars í því að of mikinn tíma taki ef vinna eigi nákvæmlega eins og verklagið segir til um. Viðmælendur telja eigi að síður að vinna við agamál sé markvissari eftir að allir fóru að nota sömu viðmið um frávik í hegðun. Kennarar finna til úrræðaleysis þegar kemur að vinnu með nemendur sem glíma við alvarlegan hegðunarvanda og þau verkfæri sem skólinn hefur eru fullnýtt. Þá er leitað til Skólaskrifstofu og félagsþjónustu. Sú þjónusta er oft seinvirk og bið eftir henni of löng. Neikvæð umræða hefur skapast vegna þessa langa biðtíma og telja viðmælendur mínir skólafærnina oft dæmda að ósekju fyrir vikið því kerfið verði að virka alla leið. Af niðurstöðum má draga þá ályktun að sátt um verkefnið í Hafnarfirði felist í því hversu vel var staðið að innleiðingunni. Þær áherslur sem stuðst var við ríma ágætlega við fræðileg skrif um stjórnun breytinga.

 • Útdráttur er á ensku

  „We must be on the same page.“ Implementation, experience and benefit of the SMT – school management training in Hafnarfjörður. Teachers‘ view.
  This research focuses on the implementation of the school management training (SMT) system in schools in Hafnarfjordur, a municipality with eight compulsory schools. The purpose of the study was to examine how the implementation of the SMT program was conducted. The following research questions guided the study: How was the SMT program implemented in Hafnarfjordur? How do teachers value the benefits of the SMT program for their schools? Qualitative research was executed, which relied upon methods from a case-study approach. Six, semi-structured interviews with teachers from three primary schools in Hafnarfjordur were conducted. A principal and a representative from the Hafnarfjordur Central Office of Education, both of whom were involved in the implementation, were interviewed. In addition, two focus group interviews were performed. The research indicates that the implementation was successful and there is a general and enduring cohesion inherent in the practice. Schools were provided with sufficient time for the implementation, as well as opportunities to adjust the technique to the needs of each school. The teachers reported that the atmosphere in the schools has improved in comparison to that which was present prior to the implementation. The teachers indicated, however, that other factors are also pertinent. The culture of the school is affected by a more positive atmosphere when there is concurrence in practice. Results revealed that a comprehensive approach, the interventions and the work procedure, as well as the work method, was and is a source of strength for teachers. In the opinion of the interviewees, there is still slight resistance towards the method, which is related to the fact that it is very time consuming when it is executed properly. The interviewees agreed, though, that it is beneficial to address disciplinary cases immediately while all those involved are in accord and have the same guidelines for professional behavior.
  Even after using all the tools and methods the SMT offers when dealing with severe behavioral problems, teachers experience a lack of resources from outside the school. For example, the Hafnarfjordur Central Office of Education and the Social Services are slow to respond, causing negative discussion, thus leading to the SMT system being falsely assessed. When reflecting on the implementation of the SMT program in Hafnarfjordur from the standpoint of the literature of the management of change, it seems successful because of a good balance between centralized direction and decentralized adjustments in line with the needs in the participating schools.

Samþykkt: 
 • 1.3.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23864


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það þarf að ganga í takt..pdf932.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna