is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23867

Titill: 
  • Icelandair Group hf. - Innra virði vs. markaðsvirði hlutabréfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verðmatsaðferðir hafa skipað stóran sess í hlutabréfamörkuðum heimsins seinustu aldir. Þær eru notaðar til þess að verðmeta innra virði hluta ákveðinna fyrirtækja, bera kennsl á vanmetin og ofmetin hlutabréf og leggja því grunninn í ákvarðanatöku fjárfesta varðandi einstaka fjárfestingar.
    Til eru margar ólíkar verðmatsaðferðir en þær algengustu eru eflaust arðgreiðslulíkön, sjóðstreymislíkön, afgangsafkomulíkön og kennitölugreiningar. Þegar kemur að verðmati ákveðins fyrirtækis skiptir val á verðmatsaðferð miklu máli þar sem þær eru líklegar til að skila mismunandi niðurstöðum. Í ritgerð þessari kannar höfundur hvort munur sé á niðurstöðum þessara helstu verðmatsaðferða þegar Icelandair Group hf. er verðmetið, hvort munur sé á niðurstöðum þeirra annarsvegar og markaðsvirði fyrirtækisins hinsvegar og í því samhengi hvaða verðmatsaðferð það sé sem skilar niðurstöðu sem er næst markaðsvirði fyrirtækisins.
    Í ljós kom að mikill munur var á niðurstöðum verðmatsaðferðanna og að Frjálst fjárflæði til fyrirtækis líkanið var eina líkanið sem skilaði niðurstöðu sem var tiltölulega nálægt markaðsvirði Icelandair Group hf.

Samþykkt: 
  • 2.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23867


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Icelandair Group hf. - Innra virði vs. Markaðsvirði hlutabréfa.pdf2.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna