Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23878
Bólusetningar eru ónæmisaðgerðir þar sem veiklaðar eða dauðar sjúkdómsvaldandi örverur eru nýttar til að vekja upp mótefnasvörun gegn sjúkdómum og gera þannig bólusetta einstaklinginn ónæman. Áhrif bólusetninga á mannkynið eru gríðarleg og hefur engin uppgötvun fyrr eða síðar haft jafn djúpstæð áhrif á afkomu mannkynsins. Talið er að bólusetningar komi í veg fyrir 2-3 milljónir dauðsfalla árlega en þrátt fyrir það er metið að um 1,5 milljónir barna deyi ótímabærum dauða árlega af völdum sjúkdóma sem til eru bólusetningar gegn. Bólusetningar ung- og smábarna hafa mikið verið í umræðunni síðustu ár og þrátt fyrir að tíðni bólusetninga hafi aldrei verið jafn há má greina sífellt háværari raddir sem mæla á móti bólusetningum. Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á viðhorf verðandi foreldra gagnvart bólusetningum.
Framkvæmd var megindleg rannsókn, þar sem nýtt var hentugleikaúrtak. Spurningalista var dreift á samfélagsmiðlinum Facebook þar sem leitast var eftir þátttakendum af báðum kynjum sem áttu von á barni. Alls söfnuðust 470 svör.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að skipta má viðhorfum gagnvart bólusetningum í fjóra þætti; áhyggjur, öryggi, traust og þekkingu. Meirihluti þátttakenda hafði gert áætlanir um að láta bólusetja væntanlegt barn sitt að fullu. Þó voru 16% þátttakenda nokkuð eða mjög ósammála því að bólusetningar séu öruggar. Mestar áhyggjur reyndust verðandi foreldrar hafa af vægum aukaverkunum bólusetninga á borð við hita og ofnæmisviðbrögð. Þá tjáði meirihluti þátttakenda sig um að hafa nokkuð eða mjög litla þekkingu á bóluefnunum, en tæp 30% sögðust hafa litla þekkingu á bólusetningunum sjálfum. Lagðar voru fyrir fjórar spurningar sem könnuðu þekkingu þátttakenda á bólusetningum og var hlutfall réttra svara allt frá 32,6 – 78,1% eftir viðfangsefni spurninganna. Þessar niðurstöður vekja því upp spurninguna hvort að verðandi foreldrar hafi næga þekkingu á bólusetningum eða hvort þörf sé á aukinni fræðslu.
Þörf er á frekari rannsóknum til að varpa nánara ljósi á hvaða breytur skýra mismunandi viðhorf verðandi foreldra, og áhugavert væri að skoða nánar þekkingu og fræðsluþörf þessa hóps þegar kemur að viðfangsefni bólusetninga.
Vaccinations are immunization where weakened or killed pathogenic microorganisms are used to provoke antibody response against certain diseases, thus making the vaccinated individual immune. The effect of vaccination on humankind is immense and no other discovery has had such a profound impact on the survival of the human race. It is believed that vaccinations prevent 2-3 million deaths annually, but despite that fact it is estimated that about 1.5 million children die premature deaths every year due to diseases that are vaccine preventable. Childhood vaccinations have been a common topic of discussion in recent years and despite the fact that immunization rates have never been higher, the voices speaking against vaccinations are ever increasing. The objective of this study was to explore the attitude of expectant parents towards vaccinations.
A quantitative study was carried out using a convenience sample. A questionnaire was distributed on Facebook seeking participants of both sexes who were expecting a child. A total of 470 responses were collected.
The main results of the study showed that these attitudes can be divided into four factors; concerns, security, trust and knowledge. The majority of participants had made plans to fully vaccinate their child. While 16% of the respondents somewhat or strongly disagree that vaccinations are safe. The most common concerns the participants expressed were about the mild side effects of vaccinations, such as fever and allergic reactions. The majority of participants expressed that they have somewhat or very little knowledge of vaccines, while 30% said they had little knowledge of the vaccinations themselves. Participants were asked four questions exploring their knowledge of vaccination, the percentage of correct answers ranged from 32.6 to 78.1% depending on the topic of the question. These findings raise questions about whether expectant parents have sufficient knowledge of vaccinations or if there is need for increased education.
Further research is needed to explore what parameters might explain the different attitudes of expectant parents and to examine more carefully the knowledge and educational needs of this group when it comes to the subject of vaccinations.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Bólusetningar barna_Viðhorf verðandi foreldra_MS rannsókn.pdf | 1.6 MB | Open | Heildartexti | View/Open |