is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23882

Titill: 
 • Íbúar á íslenskum hjúkrunarheimilum með hegðunarvandamál: Tíðni og tengsl við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra
 • Titill er á ensku Residents in Icelandic nursing homes with behavioural symptoms: Frequency and relation to mental impairment, depression, pain, activity and restraint use
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á Íslandi fer hlutfall háaldraðra hækkandi eins og annars staðar í heiminum. Það kallar á aukna og bætta þjónustu við þennan aldurshóp. Hlutfall einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma fer því einnig hækkandi en sjúkdómunum fylgja ýmis atferlis - og taugasálfræði einkenni sem mikilvægt er að greina og veita viðeigandi meðferð við. Hegðunarvandi er hluti af þessum einkennum en hann birtist hjá allt að 90% einstaklinga með heilabilun. Rannsóknir hafa leitt í ljós að þessi einkenni eru mjög streituvaldandi fyrir hinn aldraða og aðstandendur hans og draga úr lífsgæðum. Talið er að þau stafi af samspili líffræðilegra og persónubundinna þátta hjá einstaklingnum og af ytri aðstæðum.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tíðni hegðunarvanda hjá íbúum á íslenskum hjúkrunarheimilum og tengsl hans við vitræna skerðingu, þunglyndi, verki, virkni og notkun fjötra. Rannsóknin er megindleg, aftursýn og lýsandi. Við tölfræðilega greiningu var notað RAI-mat 2596 íbúa sem dvöldu á hjúkrunarheimilum árið 2014 og voru fengin úr RAI-NH-gagnagrunni hjá Embætti landlæknis. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að meðalaldur íbúanna var 84,37 ár. 37,2% úrtaksins voru karlar og 62,8% konur. Hegðunarvandi var algengastur hjá einstaklingum með blandað form heilabilunar og fátíðastur hjá einstaklingum sem ekki höfðu heilabilunarsjúkdóm. Einnig kom í ljós að eftir því sem einstaklingar höfðu fleiri þunglyndiseinkenni og meiri verki því meira var um hegðunarvanda hjá þeim. Einnig fundust jákvæð tengsl á milli fjötranotkunar og hegðunarvanda hjá íbúunum.
  Niðurstöðurnar gefa yfirlit yfir algengustu atferlis- og taugasálfræði einkennin, hvaða þættir tengjast hegðunarvanda og hjá hvaða hópi íbúa á hjúkrunarheimilum þau eru algengust. Aukin þekking á þessum þáttum er mikilvæg til að greina og meta orsakir hegðunarvanda. Mikilvægt er að tryggja nægilega þekkingu þeirra sem starfa á hjúkrunheimilium í að meðhöndla hegðunarvanda til að hægt sé að veita árangursríka, einstaklingsbundna meðferð við þessum erfiðu einkennum sem heilabilunarsjúkdómum fylgja.
  Lykilorð: Atferlis- og taugasálfræði einkenni, hegðunarvandi, heilabilun, hjúkrunarheimili, verkir, þunglyndi, virkni, fjötrar og InterRAI-NH-matstæki.

Styrktaraðili: 
 • Öldrunarráð Íslands
Samþykkt: 
 • 17.3.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaeintak-Meistararitgerð.pdf1.8 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna