en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2388

Title: 
 • Title is in Icelandic Samningur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um þjónustuviðskipti (GATS)
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þjónustuviðskipti mynda tvo þriðju hluta vergrar þjóðarframleiðslu í heiminum en einungis 19% af alþjóðlegum viðskiptum eru með þjónustu. Fyrsti og eini fjölþjóðlegi samningurinn um þjónustuviðskipti á alþjóðavettvangi er Hinn almenni samningur um þjónustuviðskipti (GATS) sem hefur verið talinn eitt helsta afrek Úrúgvæ lotunnar sem fór fram á árunum 1986-1994.
  Markmið ritgerðarinnar er að auka skilning og þekkingu á GATS samningum á Íslandi sem vonandi mun leiða til aukinnar umræðu um hann og þannig afstöðu landsins til þessa fjölþjóðlega samnings. Í ritgerðinni er fjallað um GATS almennt og samningurinn útskýrður. Farið er í uppbyggingu hans og viðauka sem og stjórnsýslu og lausn deilumála sem koma upp á grundvelli hans. Sjónum er sérstaklega beint að gildissviði GATS og þjónustuhugtaki hans. Nokkur helstu hugtök og ákvæði samningsins eru tekin sérstaklega fyrir og útskýrð.
  Virkni reglna samningsins eru sérstaklega skoðaðar en þær virka með tvennu móti. Annars vegar er um að ræða almenn ákvæði sem eiga jafnt við um alla aðila svo sem bestukjarareglan, reglur um gagnsæi og innlenda reglusetningu um þjónustuviðskipti. Reglur um almennar undantekningar frá ákvæðum GATS gilda einnig um alla aðila jafnt. Hins vegar er að finna ákvæði í GATS sem fela í sér sérstakar skuldbindingar en þessi ákvæði er að finna í III. hluta samningsins. Þau eru markaðsaðgangur, jafnréttiskjör og viðbótarskuldbindingar. Hvað þessi ákvæði varðar eru aðilar eingöngu bundnir í samræmi við þær skuldbindingar sem þeir sjálfir eru tilbúnir að gera, en aðilum ber að skrá þær skuldbindingar sínar í sérstakar skuldbindingaskrár sem eru óaðskiljanlegur hluti af samningnum. Aðilum ber engin skylda til að skuldbinda sig samkvæmt fyrrnefndum ákvæðum og er einnig heimilt að takmarka þær skuldbindingar sem þeir þó undirgangast.
  Áhrif og gildissvið GATS samningsins eru því mismunandi frá einum aðila til annars og verða ekki skilin til fullnustu án nákvæmrar skoðunar skuldbindingaskráa hvers og eins. Í ritgerðinni er því einnig sérstaklega fjallað um hvernig skrá skuli hinar sérstöku skuldbindingar sem og hvernig lesið er út úr þeim.
  Á yfirborðinu virðist GATS vera gríðarlega yfirgripsmikill samningur sem gæti haft töluverð áhrif á löggjöf aðilanna. Reyndin eru þó allt önnur þar sem segja má að GATS sé byggður upp af undantekningum og aðilarnir sjálfir stjórni því nær algerlega að hve miklu leyti þeir eru skuldbundnir af samningnum.

Accepted: 
 • May 2, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2388


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
pd_fixed.pdf574.81 kBOpenHeildartextiPDFView/Open