Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2389
Elvis Aaron Presley er frægasti skemmtikraftur sögunnar og einn áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar. Hann braust fram á sjónarsviðið á miðjum sjötta áratug síðustu aldar þegar heimurinn var tilbúinn til þess að breytast, sérstaklega í augum unga fólksins á þeim tíma. Segja má að ferill Presleys hafi virkilega farið á stað þegar hann kom fram fyrst í sjónvarpi árið 1956. Sjónvarpið átti eftir að vera mjög mikilvægt í uppgangi hans og kom hann fram í ófáum sjónvarpsþáttum á árunum 1956 og 1957. Þegar hann kom fram í Ed Sullivan Show í síðasta skiptið árið 1957 má segja að þáttarstjórnandinn hafi samþykkt Presley fyrir hönd samfélagsins. Stuttu seinna var hann kallaður í bandaríska herinn. Presley einbeitti sér að kvikmyndaleik eftir að hann var útskrifaður úr herþjónustu árið 1960 og snéri ekki aftur í sjónvarp fyrr en 1968. Sá sjónvarsþáttur sem hann kom fram í þá var endurkomuþáttur hans og líklegast hans mikilvægasti á ferlinum. Presley endurheimti vinsældir sínar um stund, sem höfðu dalað nokkuð eftir léleg kvikmyndahlutverk, og hóf að koma fram á tónleikum á nýjan leik. Vinsældir hans döluðu síðan aftur og hann átti í vandamálum í einkalífinu og lést árið 1977 aðeins 42. ára gamall. Síðan þá hefur verið meira fjallað um hann í fjölmiðlum heldur á öllum hans ferli, segja má að ímynd hans hafi verið skrumskæld í fjölmiðlum eftir dauða hans.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Presley_fixed.pdf | 492,52 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |