is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23890

Titill: 
  • Frímínútur : ekki lengur frjálsar mínútur
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um hvaða áhrif það hefur á félagslega vellíðan nemenda í grunnskólum á Íslandi að hafa skipulagðar athafnir í frímínútum fram yfir hinn frjálsa leik. Lagt var af stað með vinaliðaverkefnið sem er verkefni sem snýst um að hafa skipulagðar athafnir í frímínútum og er það eina sinnar tegundar hér á landi. Á Íslandi eru um 29 skólar þátttakendur í verkefninu. Lagt var upp með rannsóknarspurninguna: Hafa skipulagðar athafnir í frímínútum grunnskólanema áhrif á félagslega vellíðan nemenda?
    Leitast var við að svara þessari spurningu með niðurstöðum úr fræðilegum skrifum og einnig með heimsókn í tvo grunnskóla hér á landi sem hafa verið þátttakendur í vinaliðaverkefninu í eitt ár eða lengur. Í þeim skólum talaði ég við sitt hvorn rýnihópinn um upplifun þeirra á verkefninu og hvort breytingar væru að sjá á nemendum eftir að verkefnið fór af stað.
    Helstu niðurstöður úr fræðunum styðja það sem rýnihóparnir höfðu að segja og komu niðurstöður rannsóknarinnar ekki á óvart hvað það varðar. Það er mikilvægt fyrir alla nemendur að hafa skipulagðar athafnir í frímínútum til þess að efla félagsfærni og virkja þá líkamlega en að sama skapi má ekki taka frjálsa leikinn í burtu þar sem hann gegnir líka mikilvægu hlutverki í þroskaferli allra barna. Ekki er hægt að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar þar sem úrtakið var lítið en á sama tíma styður hún það sem fræðin segja.

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23890


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed tilbúinn.pdf533.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna