is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23891

Titill: 
  • Félagsleg höfnun, útilokun og vinaleysi : hvernig er hægt að bæta stöðu barna sem eru illa stödd félagslega?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vinátta og félagslegt samþykki er okkur flestum mikilvægt. Markmið þessarar ritgerðar er að fjalla um þau vandamál sem geta fylgt félagslegum erfiðleikum eins og vinaleysi, félagslegri höfnun og útilokun hjá börnum. Einnig eru kynntar árangursríkar leiðir fyrir þá sem koma að umönnun og kennslu barna til að bæta félagslega stöðu þeirra sem eru illa stödd félagslega. Fjallað er um félagsfærni, vináttu og mikilvægi hennar. Einnig fjöllum við um einelti og mismunandi tegundir þess, þar sem útilokun og höfnun er ein af birtingarmyndum eineltis. Niðurstöður okkar benda til þess að félagsleg vandamál eins og vinaleysi, höfnun og útilokun geta haft neikvæð áhrif á líðan og þroska barna. Þessar afleiðingar geta varað langt fram á fullorðinsár ef ekki er brugðist við. Niðustöður okkar sýna að ef við getum ekki fullnægt þörf okkar á félgslegum samskiptum getum við upplifað sársauka og vanlíðan. Ennfremur getur það haft neikvæð áhrif á andlegt sem og líkamlegt heilbrigði okkar. Allir þeir sem koma að uppeldi, kennslu og umönnun barna geta nýtt sér þessa ritgerð til aðstoðar við að koma auga á þau börn sem gengur illa að fóta sig félagslega og til að kynna sér leiðir til að koma þeim til aðstoðar og bæta félagslega stöðu þeirra

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23891


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís og Edda Rún.pdf950.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna