Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23899
Einelti er alvarlegt vandamál í samfélagi manna um allan heim. Það getur haft töluverð áhrif á þann sem verður fyrir því og sömuleiðis á þá sem leggja aðra í einelti. Áhrif eineltis á foreldra barna sem eru þolendur og gerendur í eineltismálum hafa lítið verið rannsökuð. Markmið þessarar ritgerðar er að draga fram þekkingu og upplifun foreldra á einelti sem börn þeirra taka þátt í ýmist sem þolendur eða gerendur, skilja betur hvað foreldrar ganga í gegnum þegar barn þeirra lendir í einelti og koma í veg fyrir að ranghugmyndir um einelti viðgangist. Fjallað er um helstu afleiðingar eineltis fyrir börn og þær bornar saman við afleiðingar fyrir foreldra. Einnig er fjallað um uppeldishætti, samskipti foreldra við kennara og skólakerfið eru skoðuð sem og þekking foreldra á einelti. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að foreldrar verða fyrir töluverðum áhrifum af þátttöku barna þeirra í einelti. Foreldrar virðast hafa litla þekkingu á einelti og ýmsar ranghugmyndir eru uppi hjá foreldrum í tengslum við það. Samskiptavandamál milli foreldra og skólayfirvalda virðast sömuleiðis vera algeng. Þessar niðurstöður benda til þess að auka þurfi fræðslu um einelti og að taka þurfi á samskiptum foreldra og skóla. Það er mikilvægt að foreldrar fái frekari athygli þegar kemur að eineltisrannsóknum í framtíðinni.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
JohannAdalsteinnlokalokaskil.pdf | 540,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |