is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23901

Titill: 
  • Skal vi snakke sammen? : kennsluefni í dönsku fyrir nemendur á miðstigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skal vi snakke sammen? er kennsluefni sem einblínir á að efla talfærni í upphafi dönskukennslu á miðstigi. Í dag eru 31 % af ófagmenntuðum kennurum sem kenna dönsku og því er mikilvægt að til sé efni sem að hjálpar styður þá við þá kennslu. Einnig er skortur á kennsluefni sem einblínir á talfærni og nemendur eru margir hverjir að koma ótalandi í framhaldsskóla. Í þessu verkefni er leitað svara við því hvernig hægt sé að þjálfa munnlega færni nemenda í byrjendarkennslu dönsku á miðstigi grunnskóla og hvernig nemendaverkefni má nýta við þá þjálfun. Upplýsingum var safnað í gegnum ýmsar heimildir en gerð kennsluefnis studdist við þær kennsluaðferðir sem fjallað er um hér ásamt með færniþættinna fjóra í huga. Í ljós kom að vinna þarf með málið og nýta aðferðir eins og verkefnamiðað nám og tjáskiptiaðferðina við kennslu á tungumáli. Einnig er mikilvægt að nýta alla færniþættina þegar kenna á tungumál og getur skortur á einum þætti haft áhrif á annan. Niðurstöður sýndu að kennsluefnið styðst við aðferðir sem taldar eru efla talfærni nemenda og inniheldur þjálfun á færniþáttunum. Það er því ljóst að tungumál lærist í gegnum aðferðir sem einblína á samskipti og að efla færni. Niðurstöðurnar eru mikilvægar fyrir samfélagið að því leyti að hún rennir stoðum undir ákveðnar aðferðir sem nýta á í tungumálum og greinagerðin ásamt kennsluefninu mun gagnast fagmenntuðum sem og ófagmenntuðum kennurum um ókomna framtíð.

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23901


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Skal vi snakke sammen_12.11.15.pdf439,34 kBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna
Kennsluleiðbeiningar pdf.pdf4,8 MBOpinnKennsluleiðbeiningarPDFSkoða/Opna
Verkefnabók - .pdf2,35 MBOpinnVerkefnabókPDFSkoða/Opna
lytteövelse.zip10,86 MBOpinnLytteøvelse?Skoða/Opna