is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23904

Titill: 
  • Leikur er barnsins nám : leikur sem kennsluaðferð í námi ungra barna á mótum leik- og grunnskóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa lokaverkefnis er að skoða leik og mikilvægi hans í námi ungra barna á fræðilegum grundvelli. Með tilkomu þess að leikskólinn var formlega skilgreindur sem fyrsta skólastigið árið 1994 varð aukin áhersla á að skoða inntak starfsins og mikilvægi þess fyrir þroska og nám ungra barna. Leikur er ríkjandi í starfi leikskólans og er ein helsta þroska- og námsleið barna. Þegar börn hefja náms sitt í grunnskóla verða þáttaskil í lífi þeirra þar sem áherslur og hlutverk þeirra breytist. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að nýta fyrri þekkingu barna sem er þeim merkingarbær til að skapa samfellu milli skólastiga. Þá skiptir einnig hlutverk kennara, námsumhverfi og val kennsluaðferða máli. Máli mínu til stuðnings eru kenningar fræðimanna dregnar fram sem og niðurstöður innlendra og erlendra rannsókna sem gefa námi, leik og þáttaskilum í lífi barna gaum. Með skrifum þessa lokaverkefnis vona ég að það nýtist skólastjórnendum, leik- og grunnskóla-kennurum, kennaranemum og foreldrum til að öðlast betri sýn á mikilvægi leiks í námi ungra barna, þá sér í lagi á mótum leik- og grunnskóla.

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23904


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÓlöfKarla_B.e.d..pdf794.15 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna