is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23907

Titill: 
  • Uppeldi til ábyrgðar með eins til þriggja ára gömlum börnum í leikskólum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsóknarskýrslu er sagt frá því hvernig unnið er með uppeldisstefnuna Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga með eins til þriggja ára gömlum börnum í þremur leikskólum. Rannsóknin er gerð til að varpa ljósi á það hvernig hægt sé að innleiða og nota stefnuna Uppeldi til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga með svo ungum börnum þar sem lítið hefur verið skrifað um það. Stefnan hefur í auknum mæli verið færð niður á leikskólastig og unnið er að því í mörgum leikskólum að nota hana með yngstu börnunum. Sú vinna fer að mestu fram innan hvers leikskóla fyrir sig og fannst rannsakanda kominn tími á að sameina þá þekkingu sem leikskólar hafa unnið að svo allir geti notið góðs af og unnið markvissar með þeim aldurshópi sem um er rætt.
    Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem opin viðtöl voru tekin í þremur leikskólum. Viðtölin voru tekin við tvo deildarstjóra, einn leiðbeinenda og einn leikskólastjóra.
    Helstu niðurstöður eru að stór hluti af innleiðingu og notkunar Uppeldis til ábyrgðar – uppbyggingu sjálfsaga með börnum á aldrinum eins til þriggja ára er að vera góð fyrirmynd, temja sér uppbyggilega orðræðu og jákvætt viðmót. Mikilvægt er að sýna börnum á þessum aldri ást og umhyggju og hjálpa þeim að finna fyrir öryggi.

Samþykkt: 
  • 29.3.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23907


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Silja Guðbjörg Hafliðadóttir.pdf923,94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna