is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23908

Titill: 
 • Viðhaldsaðgerðir klæðingaslitlaga. Samanburður m.t.t. umhverfisáhrifa, kostnaðar og endingar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á Íslandi eru flestir vegir með bundnu slitlagi klæddir með klæðingu. Mikið af efni og orku er notað til viðhalds og þjónustu við þessa vegi árlega sem hefur í för með sér háan kostnað og kolefnisfótspor. Miklar framfarir hafa orðið á undanförnum árum í vali á bindiefnum við gerð klæðingaslitlaga, umhverfisvænni bindiefni sem hafa verið þróuð og farið er að nota hafa sambærileg gæði og fyrirverar þeirra.
  Markmið þessa verkefnis er að bera saman klæðingaslitlög sem innihalda þrjár mismunandi gerðir bindiefna og þrjár mismunandi steinefnastærðir m.t.t. umhverfisáhrifa, kostnaðar og endingar. Samanburðurinn var tvíþættur, annars vegar samanburður út frá viðmiðunartölum úr gögnum Vegagerðarinnar og hins vegar samanburður út frá uppgjörsgögnum frá verkinu Yfirlagnir norðursvæði 2015, klæðing.
  Samanburður viðmiðunartalna leiddi í ljós að tvær gerðir klæðinga hafa minnsta kolefnisfótsporið og minnsta kostnaðinn svo það eru fýsilegustu kostirnir. En nokkur atriði þyrfti samt að skoða betur áður en hinar gerðirnar eru útilokaðar, t.d. hefur ending gerðanna enn ekki verið könnuð nægjanlega, auk þess það viðhald sem kemur til frá því ný yfirlögn er lögð þar til lagt er yfir sama svæði aftur er ekki skoðað, svo þar gæti verið munur sem mögulega gerir aðrar gerðir fýsilegri.
  Við samanburð á slitlagsgerðum sem notaðar voru í verkinu Yfirlagnir norðursvæði 2015, klæðing, var klæðing með þjálbiki betri kostur en klæðing með bikþeytu. Þar eins og með viðmiðunartölurnar er ending gerðanna enn nokkuð spurningamerki og viðhald milli yfirlagna var ekki skoðað.

Samþykkt: 
 • 30.3.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23908


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Illugi Þór Gunnarsson.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna