is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Lýðheilsuvísindi >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23910

Titill: 
 • Ráðgjöf innan heilsugæslunnar um heilsueflandi lífsstíl fyrir einstaklinga með sykursýki 2. Hvað getum við gert betur?
 • Titill er á ensku Life style counselling in primary health care for patients with diabetes mellitus type 2. How can we do better?
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Tíðni sykursýki hefur farið vaxandi í heiminum og er hún rakin til óhollra neysluvenja og hreyfingarleysis. Rannsóknir hafa sýnt að markviss fræðsla og ráðgjöf eigi stóran þátt í því að minnka einkenni og afleiðingar þessa sjúkdóms. Sýnt hefur verið fram á að skipulögð ráðgjöf og inngrip á vegum heilsugæslu er árangursrík aðferð til að hægja á þróun og minnka hættu á lífsstílstengdum sjúkdómum eins og sykursýki af gerð 2, hjarta- og æðasjúkdómum og offitu. Á Íslandi er slík ráðgjöf ekki sérstaklega skilgreindur þáttur í starfsemi heilsugæslunnar.
  Markmið: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi ráðgjafar innan heilsugæslunnar fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2 og hvernig að henni er staðið.
  Aðferð: Spurningalistar voru sendir til allra yfirhjúkrunarfræðinga á heilsugæslustöðvum á Íslandi, alls 51, í því skyni að safna upplýsingum um hvernig þessari þjónustu væri háttað innan heilsugæslunnar. Spurningalistinn innihélt meðal annars spurningar um ráðgjöf fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2, gæði ráðgjafarinnar, skipulag og aðgengi. Reiknað var hlutfall heilsugæslustöðva með ráðgjöf innan hverrar heilbrigðisstofunnar sem og hlutfall ákveðinna þátta í ráðgjöfinni.
  Niðurstöður: Af þeim 51 spurningalista sem sendir voru bárust 40 svör (78%). Af þeim voru 18 heilsugæslustöðvar (45%) sem höfðu skipulagða ráðgjöf fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2. Af þeim sem ráðgjöfina veittu, var tæplega helmingur með viðbótarmenntun í ráðgjöf (47%) og þá aðallega í samtalstækni (100%) og í næringarráðgjöf (75%). Rúmlega helmingur þeirra sem veittu ráðgjöf notuðu alfarið staðlaða skráningu (56%) og að hluta (11%). Flestar stöðvar (82%) sem voru með ráðgjöf fóru að miklu eða öllu leyti eftir klínískum leiðbeiningum frá Embætti landlæknis. Teymisvinna fleiri fagaðila en læknis og hjúkrunarfræðings var hjá 5 stöðvum (29%), en samstarf læknis og hjúkrunarfræðings var á tæplega helming stöðvanna (47%).
  Tvær stöðvar (11%) buðu hópráðgjöf og fimm stöðvar (27%) nýttu sér hreyfiseðil sem meðferðarúrræði fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2. Af þeim 22 (55%) stöðvum sem ekki höfðu ráðgjöf, taldi stór meirihluti (95%) þeirra ráðgjöfina engu að síður vera mikilvæga. Skortur á starfsfólki var talinn vera algengasta hindrunin, auk tímaskorts, fjármagnsskorts og þekkingarleysis.
  Ályktanir: Niðurstöður benda til að auka þurfi aðgengi að ráðgjöf innan heilsugæslunnar hér á landi fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2. Klínískar leiðbeiningar leggja áherslu á menntun og þjálfun ráðgjafa svo þjálfa þyrfti starfsfólk til að sinna ráðgjöfinni. Kostur væri ef boðið væri upp á hópnámskeið í ríkari mæli líkt og klínískar leiðbeiningar segja til og hreyfiseðillinn nýttur betur sem úrræði. Samræmdari skráning og aukin teymisvinna hjá fagaðilum gæti bætt gæði ráðgjafar fyrir einstaklinga með sykursýki af gerð 2.

 • Útdráttur er á ensku

  Background: The incidence of diabetes has increased worldwide, in relation to increasing rate of unhealthy lifestyle and physical inactivity. Studies have revealed that systematic lifestyle counselling and patient education plays an important role in reducing symptoms and implications of diabetes. Studies have demonstrated that structured counselling and intervention in primary healthcare is an effective way to reduce the risk of lifestyle related diseases like diabetes type 2, cardiovascular diseases and obesity. In primary healthcare in Iceland, a systematic patient education and counselling is not specifically defined services.
  Aims: To determine the prevalence of systematic counselling in primary care for people with diabetes type 2, and if available, procedure and content of counselling.
  Methods: Questionnaires were sent to all head nurses in primary healthcare clinics in Iceland (N=51). The questionnaires contained questions on patient education and lifestyle counselling in primary healthcare for people with type 2 diabetes, its quality and patient´s accessibility. The proportion of clinics with systematic counselling was calculated within every region, and the proportion of certain aspects of the counselling was calculated among clinics that offered counselling.
  Results: A total of 48 of 51 questionnaires were received (78%) of which 18 (45%) reported to offer systematic lifestyle counselling for people with diabetes type 2. Of all health care clinics that provided lifestyle education, 47% reported the providers to have additional training in counselling, mainly in communication skills (100%) and nutrition (75%). The majority of providers used standard documentation, either entirely (56%), or partly (11%). Most clinics which offer counselling use the clinical guideline from The Directorate of Health (82%). In general, team work including other professionals than the physicians and nurses was limited, (29%) although physicians and nurses collaborated in almost half of the clinics (47%). Two (11%) clinics offered group counselling and five (28%) clinics used “physical activity by prescription” as a treatment for individuals with diabetes type 2. Of the 22 (55%) clinics that did not offer counselling, the majority considered that counselling was important (95 %). Lack of staff was considered to be the most common barrier for providing counselling, in addition to lack of time, funds and knowledge.
  Conclusions: The results indicate need to increase availability of patient education and counselling for people with diabetes type 2 in primary healthcare in Iceland. Professionals should be trained to conduct the counselling and as according to clinical guidelines from the Directorate of Health, it would be a good option to offer group courses to a greater extent as well as using “physical activity by prescription” as a resource. While the majority of primary care clinics use co-ordinated documentation, interdisciplinary collaboration might strengthen the development and quality of patient education and lifestyle counselling in primary healthcare.

Samþykkt: 
 • 1.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23910


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistaraverkefni_lydheilsuvisindi_Radgjof_inn an_heilsugaeslu2 (1).pdf1.91 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna