is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23919

Titill: 
  • Brotthvarf: Hvernig vegnar nemendum í háskólanámi sem útskrifast hafa frá Háskólabrú Keilis?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknar var að kanna hvernig nemendum vegnar sem hafa útskrifast frá Háskólabrú Keilis á þeim árum sem liðin eru síðan Keilir tók til starfa með tilliti til brotthvarfs úr háskólanámi. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur á samskiptamiðlinum Facebook. Hannaður var spurningalisti sem talinn var hentugur fyrir rannsóknarefnið og samanstóð af 22 spurningum. Brotthvarfsnemar voru skilgreindir sem þeir einstaklingar sem hófu nám í háskóla en héldu ekki áfram námi á næstu önn eða ári.
    Af þeim sem svöruðu spurningalista rannsóknar fóru 88% í háskólanám eftir að þeir höfðu útskrifast frá Háskólabrú Keilis og 17,1% þeirra höfðu horfið frá háskólanámi. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að tæp 70% fóru í Háskóla Íslands, um 13% fóru í Háskólann á Akureyri og rétt rúm 11% í Háskólann í Reykjavík. Þeir sem stunduðu nám við verk- og raungreinadeild í Keili voru líklegri en þeir sem stunduðu nám við aðrar deildir til þess að hverfa frá námi. Þeir sem hurfu frá námi voru líklegri en aðrir til þess að vera hvorki sammála né ósammála því að Háskólabrú Keilis sé góður undirbúningur fyrir háskólanám. Þeir sem hurfu frá námi voru einnig líklegri en aðrir til þess að skipta um deild eða nám á einhverjum tímapunkti í náminu. Tæplega helmingur brotthvarfsnema lauk hálfu ári eða minna (allt að 30 ECTS-einingar) áður en þeir hurfu frá námi, en 38% brotthvarfsnema stunduðu nám við raunvísinda-, verkfræði- eða tölvunarfræðideild. Flestir, eða um 62%, segja einstaklingsbundna þætti vera ástæðu fyrir brotthvarfi þeirra úr námi.

Samþykkt: 
  • 6.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23919


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Agða Ingvarsdóttir-MS.pdf807.02 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna